fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Lögfræðingur Skúla segir að ný gögn sanni sakleysi hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 09:52

Skúli Tómas Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almar Möller, lögmaður Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, fyrrverandi yfirlæknis á Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), sem sakaður hefur verið um að setja sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis, segist telja að í ljósi nýrra gagna verði mál gegn honum og öðrum lækni á HSS, felld niður.

Fréttablaðið greinir frá þessu.

Aðstandendur konu sem lést eftir lífslokameðferð á HSS haustið 2019 hafa kært Skúla til lögreglu fyrir manndráp af ásettu ráði. Annar læknir hefur einnig verið ásakaður um sambærileg brot.

Samkvæmt viðtali Fréttablaðsins við Almar var ekki alltaf samræmi milli skráningar í tölvukerfum og þeirra meðferða sem í raun hafi verið veittar. „Ég vænti þess að málin gegn mínum um­bjóðanda verði nú felld niður í kjöl­far niður­stöðu mats­mannanna og að rann­sókn verði hætt,“ segir Almar Möller við Fréttablaðið.

Dómkvaddir matsmenn hafa skilað af sér matsgerð um málið til Héraðsdóms Reykjaness. Rannsökuðu þeir meðferðir  á sjúklingum í ljósi ásakana um stórfelld brot læknanna tveggja sem áttu að hafa falist í því að setja sjúlkinga í lífslokameðferð að óþörfu. Rannsókninni er ólokið.

Aðstandendur einnar konu sem lést eftir lífslokameðferð á HSS hafa margoft fullyrt að konan hafi ekki verið dauðvona en hún lagðist inn til hvíldarmeðferðar, ekki lífslokameðferðar.

Sjá nánar á vef Fréttablaðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mál Mohamads ekki fyrir Hæstarétt – Taldi gæslu fimm lögreglumanna hafa hrætt dómara

Mál Mohamads ekki fyrir Hæstarétt – Taldi gæslu fimm lögreglumanna hafa hrætt dómara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“