Þetta er mat Richard Moore, yfirmanns bresku leyniþjónustunnar MI6. „Ég held að þeir séu að missa móðinn,“ sagði hann á Aspen Security Forum sem fer fram í Colorado í Bandaríkjunum.
Hann sagði einnig að um 15.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu og er þar með samstíga William Burns, forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA, um hversu marga hermenn Rússar hafa misst.
Moore sagðist telja að rússneski herinn muni í vaxandi mæli eiga erfitt með að verða sér úti um nægilega marga hermenn og búnað fyrir herinn á næstu vikum. „Þeir munu neyðast til að gera einhverskonar hlé og það veitir Úkraínumönnum tækifæri til að ráðast á þá,“ sagði hann og lagði áherslu á að Úkraínumenn hafi þörf fyrir að sýna að þeir geti unnið stríðið.
Moore sagði einnig að áhrifa stríðsins gæti nú mest í fátækum dreifbýlishéruðum Rússlands og að enn sé ekki byrjað að sækja nýja hermenn í raðir millistéttanna í St Pétursborg eða Moskvu. „Þetta eru fátæk börn úr rússneska dreifbýlinu. Þau eru frá verkamannabæjum í Síberíu. Þau eru úr ótilhlýðilegum þjóðernishópum. Þau eru fallbyssufóður Pútíns,“ sagði hann.