The Moscow Times ræddi við 31 árs gamlan hermann sem sagði að aðeins tveimur vikum eftir að hann skráði sig í herþjónustu hafi hann verið sendur til Úkraínu. Þá hafði hann í heildina fengið fimm daga þjálfun.
„Það var hermaður í herdeildinni okkar sem vissi ekki hvernig vélbyssa virkar. Ég kenndi honum hvernig maður tekur vélbyssu í sundur og setur saman. Ég vildi ekki vera við hliðina á honum í orustu. Hvernig á að vera hægt að berjast á þennan hátt,“ sagði hann.
Stríðið hefur nú staðið yfir í um fimm mánuði með tilheyrandi blóðbaði og eignatjóni. Bandarískar og breskar leyniþjónustustofnanir telja að um 15.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu og að um 45.000 hafi særst.
Pavel Luzin, hernaðarsérfræðingur, sagði að það hafi miklar afleiðingar þegar hermenn fá ekki nema viku þjálfun áður en þeir eru sendir í víglínuna. Hann sagði þetta vera ávísun á „beina leið á sjúkrahús eða í líkpoka“.