fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Rússneskir bloggarar með hvatningu til Pútíns – „Hættu þessu“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 05:54

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri rússneskir þjóðernissinnar og herbloggarar sem styðja stríðsreksturinn í Úkraínu beina orðum sínum að Vladímír Pútín, forseta, þessa dagana og hvetja hann til að hætta að segja að Rússland eigi ekki í stríði en rússnesk stjórnvöld segja innrásina í Úkraínu vera sérstaka hernaðaraðgerð.

Bloggararnir vilja að Pútín hætti þessu og lýsi yfir stríði og virkji þannig allt rússneska kerfið til stríðsreksturs.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) skýrir frá þessu í greiningu á stöðu stríðsins.

Ein af mest áberandi röddunum í þessari umræðu er Igor Girkin, sem er þjóðernissinni og einn af höfuðpaurunum á bak við árásina á Krím og Donbas 2014. Hann er vinsæll meðal þeirra sem eru ósáttir við hvernig Rússar haga stríðsrekstrinum.

Í greiningu ISW segir að Girkin hafi á þriðjudaginn birt umfangsmikinn lista yfir hernaðarlegar, efnahagslegar og pólitískar aðgerðir sem hann segir að Rússar verði að grípa til  ef þeir ætla að sigra í stríðinu í Úkraínu.

Efst á þessum lista er hætta á að nota orðræðuna um „sérstaka hernaðaraðgerð“ og skilgreina opinber markmið fyrir stríðið.

Ef farið verður að ráðum Girkin, sem styður stríðsreksturinn, þá á að setja stefnuna á að hertaka enn fleiri svæði en rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint sem markmiðið með stríðsrekstrinum en það hljóðar upp á að hernema DonbasGirkin vill að „Novorossiya“ verði hertekin en það svæði nær að hans sögn yfir KharkivDnipropetrovskMykolaivOdesaZaproizjzjaKhersonDonetsk og Luhansk.

Hann telur einnig að mynda eigi „Malorossiya“ (Litla-Rússland) á landsvæði sem nær yfir alla Úkraínu að pólsku landamærunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði