fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

CIA segir að 15.000 Rússar hafi fallið í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 06:59

Lík rússneskra hermanna sem féllu í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa 15.000 rússneskir hermenn fallið og 45.000 hafa særst. Þetta sagði William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, í nótt. Hann sagði einnig að Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu manntjóni.

Orð Burns féllu á ráðstefnu um öryggismál í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Nú eru tæplega fimm mánuðir síðan Rússar réðust á Úkraínu. Á þeim tíma hefur þeim tekist að ná um fimmtungi landsins á sitt vald en það hefur verið dýru verði keypt að sögn Burns. „Síðasta mat bandarísku leyniþjónustunnar er að um 15.000 rússneskir hermenn hafi fallið og að hugsanlega hafi þrefalt fleiri særst. Svo þetta er mikið tjón,“ sagði hann.

Hvað varðar Úkraínumenn sagði hann: „Og Úkraínumenn hafa einnig orðið fyrir miklu tjóni, líklega aðeins minna. En samt sem áður mikið tjón.“

Rússnesk yfirvöld flokka upplýsingar um mannfall hersins sem ríkisleyndarmál og hafa ekki birt tölur um það síðan 25. mars  en þá sögðu þau að 1.351 rússneskur hermaður hefði fallið frá upphafi innrásarinnar.

Í júní skýrði úkraínska ríkisstjórnin frá því að 100 til 200 úkraínskir hermenn biðu bana daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu