„Við sjáum að sérstaklega þeir sem smituðust í fyrsta sinn á árinu 2020 og 2021 eru meira að endursmitast núna, það er allt upp í 20 prósent af þeim sem fara í opinber próf, sérstaklega núna upp á síðkastið,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í samtali við Fréttablaðið.
BA.5, sem er undirafbrigði Ómíkron, lætur mikið að sér kveða víða um heim en það er talið sérstaklega smitandi. Þórólfur sagði að endursmitin séu almennt ekki eins alvarleg og fyrri smit og eftir því sem fólk smitast oftar ættu einkennin að vera vægari.