Rússar hafa að undanförnu skotið fjölda flugskeyta og álíka drápstækja á borgir og bæi í Úkraínu. Tugir óbreyttra borgara hafa fallið í þessum árásum sem virðast beinast að skotmörkum sem ekki teljast hernaðarleg.
Vadym Skibitsky, talsmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, sagði að ekki sé eingöngu um árásir úr lofti og af hafi að ræða. Einnig sé stórskotaliði beitt við alla víglínuna. „Það er augljóst að þeir undirbúa næsta stig sóknarinnar,“ sagði hann einnig.