fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Undirbúa aftöku breskra fanga í Donetsk

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 06:04

Aiden Aslin, Shaun Pinner og Moroccan Brahim Saadoun. Mynd:Hæstiréttur Donetsk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogi Donetsk, þar sem rússnesksinnaðir aðskilnaðarsinnar hafa lýst yfir stofnun lýðveldis, hefur gefið grænt ljós á að tveir breskir fangar og einn marokkóskur verði teknir af lífi. Þeir börðust með Úkraínumönnum en voru handsamaðir af hermönnum frá Donetsk.

Þeir voru nýlega dæmdir til dauða af dómstól í Donetsk. Taldi dómstóllinn að þeir njóti ekki verndar samkvæmt Genfarsáttmálanum sem hermenn þar sem þeir hafi verið málaliðar í her Úkraínu, ekki venjulegir hermenn.

Denys Pusjylin, leiðtogi hins yfirlýsta lýðveldis, sem aðeins Rússar, Sýrlendingar og Norðurkóreumenn viðurkenna, hefur nú numið hlé á aftökum úr gildi og því er ekkert því til fyrirstöðu að þremenningarnir verði teknir af lífi.

Tass fréttastofan skýrir frá þessu.

Þremenningarnir áfrýjuðu dauðadómnum og segja aðskilnaðarsinnar í Donetsk að endaleg niðurstaða muni fást í máli þeirra nú í júlí.

Dmiitrij Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði á þriðjudaginn að hann gæti ekki útilokað að þremenningarnir verði skotnir en gat þess einnig að Rússar ætli ekki að skipta sér af dómskerfinu í Donetsk. Fáum dylst þó að Rússar ráða lögum og lofum í Donetsk og fjarstýra aðskilnaðarsinnum.

Margir erlendir miðlar segja að tveir Bandaríkjamenn séu einnig í haldi aðskilnaðarsinna í DonetskCNN skýrði frá því fyrir nokkrum vikum að myndir hefðu birst af þeim þar sem þeir voru í haldi aðskilnaðarsinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“