fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Hrafn Jökulsson glímir við krabbamein – Batalíkur hverfandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 21:54

Hrafn Jökulsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og baráttumaðurinn Hrafn Jökulsson glímir við ólæknandi krabbamein. Frá þessu greinir Hrafn, sem verður 57 ára gamall síðar á árinu, í færslu á Facebook-síðu sinni ásamt mynd fyrir framan Landspítalann. Segir Hrafn að um sé að ræða flöguþekjukrabbamein á 4.stigi B og batalíkur séu hverfandi þó að reynt verði að halda meininu í skefjum með geisla- og lyfjameðferðum.

Færsla Hrafns í heild sinni hljóðar svo:

BEINT Í ÚRSLITALEIKINN

Ágætu vinir & vinkonur. Ég hef greinst með æxli í hálsi. Um er að ræða flöguþekjukrabbamein sem komið er á 4. stig, B. Það er ,,æðsta stig“ — 4. stig C er ekki til — svo ég fer beint í úrslitaleikinn.

Framundan er lyfja- og geislameðferð til að halda Surtlu, litla skrímslinu mínu í skefjum. Batalíkur eru hverfandi.

Ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til að takast á við Surtlu. Ég bað Skapara minn fyrir löngu að láta ekki dauðann koma einsog þjóf að nóttu — fyrst skyldum við stíga saman dans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Fréttir
Í gær

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum