fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Flýgur farþegaþotum Icelandair þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Ölvunarakstur leiddi til örkumlunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 16:30

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudagsins 31. desember árið 2017 varð örlagaþrunginn atburður á Goðatorgi í Hafnarfirði. Var þetta á fimmta tímanum en tveir ölvaðir flugmenn voru þá saman í buggy-bíl, einskonar leiktæki sem er ætlað til aksturs utanvega. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum sem lenti á gangstéttarkanti, fór yfir gangstéttina, lenti á ljósastaur og kastaðist síðan utan í klettavegg áður en hann valt og staðnæmdist á hægri hlið.

Ökumaður bílsins slapp tiltölulega lítið meiddur en farþeginn örkumlaðist fyrir lífstíð og getur ekki tjáð sig skilmerkilega í dag. Mun hann aldrei getað unnið aftur og þarf sólarhringsumönnun út ævina. Fyrr í vikunni féll dómur í skaðabótamáli þolanda slyssins gegn VÍS sem skerti bætur hans um 2/3 á grundvelli meðsektar hans, þar sem hann hefði mátt vita að ökumaður bílsins væri undir áhrifum áfengis. Dæmdi Héraðsdómur tryggingafélaginu í vil.

Sjá einnig: Dómur í skaðabótamáli: Hrikalegar afleiðingar af umferðarslysi – Settist upp í bíl með drukknum ökumanni

Ökumaðurinn hlaut refsidóm

Þetta er þó ekki eina dómsmálið sem rekið hefur verið vegna þessa hörmungaratburðar. Þann 21. október árið 2020 var ökumaður bílsins dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann var jafnframt dæmdur til tíu mánaða ökuleyfissviptingar. Ökumaðurinn var ákærður á grundvelli 219. greinar almennra hegningarlaga en samkvæmt henni getur sá sem veldur tjóni á líkama eða heilsu annars manns vegna gáleysis hlotið sekt eða fangelsi allt að fjórum árum.

Ökumaðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu á sínum tíma vegna málsins en athygli vekur að hann mætti ekki til að gefa vitnaskýrslu fyrir dómi í skaðabótamáli farþegans og var þó boðaður með góðum fyrirvara.

Maðurinn er á skilorði vegna brotsins til 21. október næstkomandi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV er hann starfandi flugstjóri hjá Icelandair í dag, í millilandaflugi, og flaug m.a. farþegaþotu til Bandaríkjanna í síðustu viku.

DV sendi fyrirspurn til upplýsingasviðs Icelandair í gær.  Er þar spurt hvaða reglur gildi um starfsfólk félagsins sem gerst hafi brotlegt við lög. Ennfremur var spurt út í hvaða áhrif það hefði á framgang flugstjóra í starfi að hann gerist sekur um ölvunarakstur. Í dag var fyrirspurninni fylgt eftir með símtali við starfsmann á upplýsingasviði. Í kjölfar símtalsins var fyrirspunin uppfærð og send að nýju. Ekki bárust svör við fyrirspurninni við vinnslu fréttarinnar.

Uppfært kl. 16:45

Kl. 16:40 barst DV svar frá Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Svarið er eftirfarandi:

„Viðkomandi starfsmaður er í leyfi frá störfum. Að öðru leyti getum við ekki tjáð okkur um málefni einstakra starfsmanna.“

Í svarinu tjáir Ásdís sig ekki um það hvaða reglur gildi hjá Icelandair varðandi starfsmenn sem gerast sekir um hegningarlagabrot, þ. á m. ölvunarakstur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins