fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Hilda afhjúpaði meintan hestanauðgara í Mosfellsdal – „You are just making trouble“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. júlí 2022 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilda Allansdóttir er mikill hlaupa- og göngugarpur. Síðastliðinn laugardag fór hún upp á þrjá tinda, Úlfarsfell, Reykjaborg og Reykjafell. Ferðin var þó ekki að öllu leyti ánægjuleg, nema síður sé. Á leið sinni gekk Hilda fram á mann sem var að svala sér kynferðislega á hesti, að hennar sögn. Maðurinn varð afar vandræðalegur er hann varð var við Hildu og forðaði sér. Henni fannst hins vegar mikilvægt að maðurinn kæmist ekki upp með þetta athæfi, hringdi í lögreglu og veitti manninum eftirför.

Maðurinn, sem er erlendur en virtist kunnugur staðháttum miðað við yfirferð hans um dali og hlíðar á svæðinu, tók afskiptum Hildu illa, steytti að henni hnefa og hrópaði: „You are just making trouble. Go away“.

„Ég kem að honum og manninum bregður rosalega. Hann lagðist þarna með buxurnar niður um sig. Ég hringi strax í lögregluna og er í raun með hana í eyranu allan tímann á meðan ég elti hann upp úr dalnum.“

Hilda segir að lögregla hafi brugðist vel og fljótt við og vildi endilega að hún elti manninn ef hún treysti sér til þess. „Ég hugsaði með mér að ég gæti alltaf hlaupið undan honum,“ segir Hilda sem taldi sig, vegna síns góða líkamlega forms, ávallt geta forðast bein líkamleg átök við manninn.

Hilda greinir frá því að lögreglumenn hefðu komið upp í fjallshlíðar og notast við dróna. Fóru þeir alveg upp á tind Reykjafells. Manninum tókst hins vegar að flýja inn í skóglendi fyrir ofan Reykjalund og hafði lögregla ekki hendur í hári hans þennan dag. En sögunni var ekki þar með lokið.

„Mér finnst mjög gott hvernig lögreglan brást við,“ segir Hilda. Á mánudag rakst hún á manninn aftur fyrir tilviljun:

„Ég hleyp alltaf á morgnana en á mánudeginum er ég í fríi. Vanalega tek ég fjallahlaup en þennan dag ákvað ég á hlaupa inn í Reykjahverfi. Ég hljóp inn í undirgöngin við Brúarland í átt að Álafosskvosinni. Ég er komin inn í göngin þegar ég sé sama manninn. Ég þekkti töskuna hans og klæðnaðinn.“

Maðurinn sneri baki í Hildu en var að snúa sér við er hún hentist aftur út úr göngunum og hringdi á lögregluna. Maðurinn settist niður við leiksvæði barna í nágrenninu og sat þar á bekk er lögregla koma á vettvang og handtók hann. Lögreglumenn sögðu við Hildu að manninum hafi greinilega verið ætlað að nást.

Þess má geta að Hilda keppti í fjallahlaupum fyrir nokkrum árum en núna hleypur hún á fjöll sé til skemmtunar og fór t.d. 50 ferðir á Esjuna á níu vikum.

Lögregla staðfestir handtökuna

DV náði samband við Elínu Agnesi Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjón á Stöð 4 hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún kannast við málið en segir það afar viðkvæmt og vill lítið tjá sig um það. „Lögreglan er með þetta mál til rannsóknar en atvik eru ekki ljós,“ sagði Elín er blaðamaður hafði rakið fyrir henni frásögn Hildu. Getur lögregla ekki veitt frekari upplýsingar um málið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands