fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

Ofbeldismaður látinn laus sex dögum eftir húsbrot og stórhættulega líkamsárás – „Ég er skilin eftir í óvissu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lögreglan var að hringja í mig og segja mér að hann yrði látinn laus klukkan 12 á hádegi. Þetta væri ekki nógu alvarlegt til að halda honum lengur. Ég er skilin eftir í óvissu,“ segir ung kona sem DV var í sambandi við í morgun. Meðfylgjandi eru myndir af skelfilegu ofbeldisatviki sem átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku. Maðurinn braut þá inn til konunnar þar sem hún býr með vinkonu sinni. Hann ógnaði vinkonu hennar með hnífi og réðst síðan á konuna þar sem hún svaf í rúmi sínu. Meðfylgjandi eru myndir af vettvangi, af blóðugu rúmi konunnar og stungusári í handlegg hennar.

„Hann braust inn um svaladyrnar og ógnaði vinkonu minni með hníf. Síðan réðst hann á mig þar sem ég var sofandi í rúminu og reyndi að kyrkja mig. Ég hrekk upp og hann stingur mig í handlegginn.“

Auk þess stakk maðurinn hana í fótinn.

Konan segir að maðurinn hafi áður verið vinur hennar. „Ég taldi hann vera vin minn,“ segir hún en árásin var nánast tilefnislaus, eða: „Ég svaraði ekki síma.“

Konan segir að árásarmaðurinn hafi flúið af vettvangi þegar hún náði taka upp síma sinn og hringja á hjálp.

Maðurinn hefur áður gerst sekur um ofbeldi og í október verður tekið fyrir mál þar sem hann er sakaður um að hafa ráðist á vinkonu fyrrverandi kærustu sinnar með barsmíðum í afbrýðisemikasti.

Konan sem DV ræddi við er lömuð af ótta vegna þess að ofbeldisgerandi hennar gengur núna laus. Myndi hún vilja sjá hann í síbrotagæslu. „Ég er ekki sú eina sem hef lent í honum. Ég geng bara á veggi og mér er ekki boðið upp á neitt,“ segir konan sem upplifir sig mjög varnarlausa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Í gær

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Í gær

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni