fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Reynir Traustason úrskurðaður brotlegur við siðareglur blaðamanna – Þáði greiðslur frá óvini Róberts Wessmann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 18:19

Reynir Traustason. Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi gerst brotlegur við 5. grein siðareglna blaðamanna, með því að hafa þegið greiðslur frá Halldóri Kristmannssyni og þar með lent í hagsmunaárekstri er hann fjallaði um málefni óvinar Halldórs, Róbert Wessmann. Úrskurðurinn féll þann 31. maí en hefur enn ekki verið birtur. Hann var afhentur lögmönnum Róberts fyrst í dag.

Fimmta grein siðareglnanna Blaðamannafélagts Íslands er eftirfarandi:

„Blaðamaður varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild. Hann skal fyrst og síðast gæta hagsmuna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í nafni starfs síns. Blaðamaður hefur í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli. Siðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna sem skrifa undir fullu nafni afmarkaða þætti í fjölmiðlum, til dæmis gagnrýni, þar sem persónulegar skoðanir höfundar eru í fyrirrúmi.“

Kæra Róberts til siðanefndar beinist að  Reyni, sem ritstjóra Mannlífs, og Trausta Hafsteinssyni, sem fyrrverandi fréttastjóra miðilsins. Kærðar eru fimm neikvæðar fréttir Mannlífs um málefni Róberts Wessmanns og þær sagðar ekki sannleikanum samkvæmar. Auk þess er staðhæft í kærunni að Mannlíf hafi fengið greitt fyrir þessi skrif. Því neitaði Reynir í greinargerðum til siðanefndar en sagðist vera með í vinnslu bók í samstarfi við Halldór og hafi þegið greiðslur fyrir það verkefni.

Siðanefnd telur að í ljósi þessara upplýsinga, þ.e. peningagreiðslna fyrir bókaskrif í samvinnu við Halldór, hafi Reynir brotið 5. grein siðareglnanna, þar sem hann hafi haldið áfram fréttaskrifum um Róbert þrátt fyrir þetta samstarf. Þar með hafi orðið hagsmunaárekstur. Af þessum sökum telur siðanefnd ekki ástæðu til að taka afstöðu til fréttanna fimm sem Róbert kærir Reyni og Trausta fyrir.

Trausti Hafsteinsson er sýknaður, telst ekki hafa brotið siðareglur, þar sem hann er ekki talinn hafa þegið greiðslur frá Halldóri Kristmannssyni.

Í úrskurði segir orðrétt: „Kærði, Reynir Traustason, teljast hafa brotið siðareglur BÍ. Brotið er alvarlegt.“

Úrskurð siðanefndar má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi