fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Furðar sig á vinnubrögðum Útlendingastofnunar – „Við skiljum hvorki upp né niður í þessu“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 6. júní 2022 11:18

Ómar Már Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlendingastofnun hafnaði forsvarsmönnum indversk fyrirtækis á síðustu stundu um vegabréfsáritun til Íslands. Þangað var förinni heitið til að taka þátt í sjávarútvegssýningunni Icefish 2022, sem fer fram þann 8-10. júní,  en indverska fyrirtækið hafði þegar lagt út háar fjárhæðir vegna þátttökunnar. Meðal annars greitt fyrir stóran sýningarbás, bókað hótel og flugmiða fram og tilbaka fyrir starfsfólk sitt. Ómar Már Jónsson, einn aðstandandi sýningarinnar, segir að allir pappírar hafi legið fyrir og að öllum fyrirspurnum Útlendingastofnunar hafi verið svarað. Hann segist vera undrandi yfir þessari stöðu sem upp er komin.

Sjávarútvegssýningin Icefish sem hefst á miðvikudaginn átti að fara fram árið 2020 en frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Um er að ræða alþjóðlega sýningu sem fyrst fór fram hér á landi árið 1984.  Á sýningunni verða um 200 fyrirtæki og er um 40% af þeim eru erlendir sýnendur sem koma víðsvegar að til stunda viðskipti við íslensk fyrirtæki.

Fyrirhugað var að fyrirtæki frá Indlandi myndi taka þátt í sýningunni en eins og áður segir hafði fyrirtækið gengið frá bókunum og greitt fyrir sýningarbás, flugmiða og hótelgistingu fyrir fjóra starfsmenn.

Fyrirtækið hóf umsóknarferlið um vegabréfsáritun í febrúar á þessu ári og var ætlunin að fljúga til Íslands þann 5. júní. Þrátt fyrir að allir pappírar hafi legið fyrir, boðsbréf frá aðstandendum Icefish 2022 og staðfesting á að allt væri greitt þá var starfsmönnunum fyrirtækisins synjað um vegabréfsáritun rétt fyrir brottför. Ástæðan sem gefin var upp var sú að efasemdir væru um réttmæti umsóknarinnar.

„Við skiljum hvorki upp né niður í þessu enda er þetta í fyrsta skipti sem erlendu fyrirtæki sem ætlar að taka þátt í Icefish er neitað um slíka áritun. Við sem stöndum að sýningunni höfum svarað öllum fyrirspurnum Útlendingastofnunnar skilmerkilega auk þess sem allir pappírar lágu fyrir. Það er óhætt að segja að forsvarsmenn indverska fyrirtækisins séu afar vonsviknir enda höfðu þeir lagt út í talsverðan kostnað vegna þátttökunnar,“ segir Ómar Már.

Hann segist velta fyrir sér á hvað vegferð Útlendingastofnun sé og hvort verið sé að þrengja að þrengja að eðlilegum viðskiptasamböndum milli landa eða hvort ÚTL sé að fara fram úr sér í að skilgreina og túlka Schengen samstarfið. „Þetta er mjög bagalegt þar sem mikil vinna hefur farið í að byggja upp sýninguna með sýnendum og þetta er ekki að hjálpa til við að skapa traust og trúverðugleika á því að eiga viðskipti á Íslandi við íslensk fyrirtæki,“ segir Ómar Már.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks