fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

„Fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna“ segir Arnar Grant um kæruna

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 14:18

Arnar Grant.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Arnar Grant og Vítalía Lazareva hafi verið kærð til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar. Kærendurnir eru þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson.

Kæran á rætur sínar að rekja til uppákomu í sumarbústaðarferð í Skorradal árið 2020. Þar voru þremenningarnir að skemmta sér ásamt og Þor­steini M. Jónssyni og Arnari. Sá síðastnefndi bauð Vítalíu í heimsókn eftir miðnætti þegar ölvun var orðin talsverð en þá hafði Þorsteinn yfirgefið staðinn.

Ári síðar, 28. október í fyrra, fengu þremenningarnir skilaboð frá Vítalíu þess efnis að hún ætlaði að leita réttar síns vegna meintra brota þremenninganna gegn henni. Daginn eftir birti  hún svo færslu á Instagram þar sem hún sakaði þremenninganna ásamt Arnari um að hafa brotið á sér kynferðislega í pottinum. Sú færsla var síðan tekin niður samdægurs.

Í kærunni sem um ræðir, sem lög­menn Ara, Hregg­viðar og Þórðar af­hentu á skrif­stofu Héraðs­sak­sóknara síðast­liðinn föstu­dag, er byggt á því að þau Víta­lía og Arnar Grant hafi staðið sam­eigin­lega að at­burða­rás sem hófst seinni­partinn í nóvember sama ár.

Þá er fullyrt í frétt Fréttablaðsins frá því í gær að Vítalía hafi sent skilaboð á eiginkonur Þórðar Más og Hreggviðs sem og son eins þremenninganna. Í símtali við Hreggvið hafi hún tjáð honumað rúss­neskir lög­fræðingar væru að vinna að málinu hennar og að þeir væru staddir á heimili hennar í Mos­fells­bæ.

Þá mun hún hafa lagt á­herslu á að Arnar Grant yrði látinn í friði og að komið yrði vel fram við hann og ekki mætti reka hann úr golf­hópnum Stullunum sem þeir áttu aðild að þre­menningarnir, Arnar og fleiri.

„Fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna“

Arnar Grant hefur nú tjáð sig um kæruna en það gerði hann með yfirlýsingu sem hann sendi á fréttastofu Vísis. Í yfirlýsingunni segir Arnar að kæran sé til þess gerð að afvegaleiða umræðuna og draga úr trúverðugleika sínum.

„Að gefnu tilefni:

Ég vísa á bug aðdróttunum þar sem reynt er að bendla mig við fjárkúgun í tengslum við kynferðisafbrotamál. Þetta er fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr trúverðugleika mínum sem lykilvitni í málinu,“ segir Arnar Grant í yfirlýsingunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar