fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Risagjaldþrot hjá félagi Magnúsar og grunur um stórfelld fjársvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 13:55

Magnús Ólafur Garðarsson og Teslu-bíll sem var í eigu hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok hafa orðið hjá þrotabúi Tomahawk-framkvæmda ehf. en búið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 9. mars síðastliðinn. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu í dag nema lýstar kröfur tæplega 1,3 milljörðum króna. Eigandi og forsvarsmaður Tomahawk-framkvæmda var Magnús Garðarsson.

Engar eignir fundust í búinu.

Tomahawk-framkvæmdir var dótturfélag Tomahawk Development ehf. en það félag var um tíma aðaleigandi United Silicon sem rak kísilver í Helguvík. United Silicon var lýst gjaldþrota árið 2018 og var það stórt gjaldþrot. Allt voru þetta félög sem Magnús Garðarsson rak.

Magnús hefur verið kærður til lögreglu fyrir meint fjársvik í tengslum við United Silicon. Samkvæmt heimildum DV er hann grunaður um stórfellt misferli í tengslum við rekstur Tomahawk-framkvæmda. Rannsókn lögreglu á fjárreiðum Magnúsar og félaga í eigu hans er í gangi og mun vera margþætt og umfangsmikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri