fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í kattastríðinu í Bakkavör – Lögregla frelsaði köttinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. júní 2022 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau eru ekkert að gefa eftir í ólöglegu stríði sínu við heimilisketti, roskin hjón sem búa við götuna Bakkavör á Seltjarnarnesi, en þau hafa verið mikið í fréttum undanfarið fyrir að loka inni hjá sér heimilisketti auk þess sem þau eru grunuð um að hafa farið með kött úr hverfinu og skilið eftir á víðavangi í Norðlingaholti.

Einn nágranni hjónanna, Marina Puchkova, hefur kært hjónin til MAST og lögreglu fyrir að hafa ítrekað læst köttinn hennar inni í bílskúr hjá sér.

Eigandi kattarins sem fluttur var upp í Norðlingaholt greindi frá því gærkvöld að hjónin hefðu aftur haft frekleg afskipti af kettinum:

„Stóra kattarmálið heldur því miður áfram.

Thalía var læst inni á Bakkavör 30 frá föstudegi um kl. 22 til laugardagsmorguns þegar við sóttum hana þangað, sbr. upplýsingar á staðsetningartæki kattarins. Húsráðendur ætluðu ekki að sleppa kettinum nema við værum í fylgd lögreglu. Ákváðu þó að gefa eftir í þetta skipti.

Við heimkomu er hún dekruð af fjölskyldumeðlimum og staðalbúnaðurinn settur í hleðslu. Því miður komst hún út án staðalbúnaðarins og hefur hún ekki komið heim í meira en sólarhring.“

Konan er nú búin að uppfæra þessa færslu og kom í ljós, sem fáum kemur á óvart, að aftur var kötturinn lokaður inni hjá hjónunum á Bakkavör. Var nú kölluð til lögregla sem frelsaði köttinn. Í tilkynningu sinni þakkar konan lögreglu fyrir björgunaraðgerðirnar.

DV hefur rætt við konuna á Bakkavör og spurt hvers vegna hún beiti sér með þessum harkalega hætti gegn lausagöngu katta. Hefur hún vísað til 5. greinar samþykktar Seltjarnarnesbæjar um kattahald, en þar segir:

„Eigendum og umráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma. Einnig er þeim skylt að gæta þess að kettir valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifum eða raski ró manna.

Tilkynna skal til skrifstofu Seltjarnarnesbæjar um brottflutning eða dauða kattar.“

Er DV benti konunni á að í þessari grein væri ekkert sem heimilaði borgurum að fjarlægja eða læsa inni ketti annarra sagði hún: „Fyrirgefðu, ég óska ekki eftir að tala um þetta við þig eða nokkurn annan.“

Er DV benti henni á að lausaganga katta væri ekki bönnuð á Seltjarnarnesi sagði hún: „Ég vil ekki ræða þetta við þig, eigðu góðan dag.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur