fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Ómar gengur laus þrátt fyrir að hafa verið sakfelldur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn börnum á Spáni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur er fallinn í máli íslensks manns, Ómars Traustasonar, sem ákærður var fyrir ítrekað barnaníð á Spáni. Ómar, sem er fæddur árið 1961, hefur áður verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum í Vestmannaeyjum árið 1994.

DV greindi frá máli Ómars í apríl í fyrra. Kom þá fram að hann hefði verið handtekinn og myndi sitja í varðhaldi fram að réttarhöldum. Var handtakan sögð vera liður í umfangsmikilli aðgerð lögreglu gegn barnaníðingum.

Ómar var sakaður um brot gegn átta börnum sem hann hafði beitt tælingu til að fá til lags við sig. Upp um brotin mun hafa komist eftir kvartanir frá fjölskyldum og aðstandendum meintra þolenda bárust til lögreglu. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mun barnaklám hafa fundist á síma og á fartölvu Ómars og er hann sagður hafa notast við sömu aðferðafræði í öllum málunum. Hann nálgaðist börnin, fékk þau til að treysta sér og bauð þeim svo greiðslu gegn því að fá að brjóta á þeim.

Spænska þjóðvarðliðið, Guardia Civil, greinir núna frá því á Facebook að Ómar hafi verið sakfelldur fyrir brot gegn sex börnum en hann játaði þau brot. Þrátt fyrir þetta þarf Ómar ekki að sitja í fangelsi. Er hann þó dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn. Ómar þarf ekki að sitja af sér dóminn gegn því að hann brjóti ekki af sér aftur, sinni samfélagsþjónustu og komi ekki nálægt þolendum sínum aftur.

Þess má geta að margir Spánverjar hafa deilt fréttinni um dóminn yfir Ómari á Facebook og hneykslast á niðurstöðunni.

Fjallað er um málið á ensku hér. Þar segir að íslenskur barnaníðingur hafi verið dæmdur í 8 og hálfs árs fangelsi en þurfi aðeins að sinna samfélagsþjónustu. Í fréttinni er greint frá því að þolandi mannsins hafi lýst því hverngi hann þröngaði honum upp að vegg og þreifaði á kynfærum hans. Hann er einnig sagður hafa boðið börnum fé, allt að 100 evrur, fyrir að koma á heimili hans og hafa við hann kymök. Ómar er sagður hafa unnið sér traust barna með því að fara með hundinn sinn í göngur nálægt börnunum og vekja þannig áhuga þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnt um öskrandi mann með hníf í annarlegu ástandi

Tilkynnt um öskrandi mann með hníf í annarlegu ástandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“