fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Gunnar Smári: „Niðurstaðan er sá hryllingur sem íslenskur leigumarkaður er“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. júní 2022 18:01

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér verður sögð saga af íbúð sem er notuð til kúgunar og okurs undir sérstakri vernd stjórnvalda,“ segir í upphafi greinar sem Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokknum, birtir á Vísir.is í dag.

Þar nýtir hann opinber gögn til að rekja sögu íbúðarinnar frá því hún er keypt, til þess á hvað hún er leigð út í dag og hvað leigusalinn hefur á tímabilinu hagnast á kostnað leigjenda.

„Íslensk stjórnvöld hafa kosið að taka ætíð stöðu með okrurum og bröskurum og aldrei með leigjendum. Niðurstaðan er sá hryllingur sem íslenskur leigumarkaður er, sársaukafull dagleg upplifum þúsunda fjölskyldna, leigjenda sem eru svo óheppnir að búa á Íslandi þar sem öll kerfi eru mótuð að kröfum hinna sterku og freku,“ segir Gunnar Smári.

12% yfir leiguverði í hverfinu

Íbúðin sem um ræðir er 83ja fermetra íbúð í Iðufelli og segist hann nánast hafa valið hana af handahófi af þeim íbúðum sem hafa verið á leigumarkaði í nokkur ár. Leigan á íbúðinni er í dag 12% yfir leiguverði í hverfinu samkvæmt þinglýstum samningum.

Gunnar Smári segir söguna byrja um mitt ár 2014 þegar leigusalinn kaupir íbúðina á 20 milljónir króna. Hann gefur sér að viðkomandi hafi átt 30% eigið fé en tekið afganginn að láni. „Síðan þá eru liðnir 89 mánuðir og markaðsvirði íbúðarinnar er í dag um 47,9 m.kr. miðað við verðþróun íbúða af þessari tegund í Fellahverfinu. Eftirstöðvar lánsins eru um 16,4 m.kr. Hrein eign íbúðareigandans er því um 31,5 m.kr.“

Sturluð ávöxtun

Og hann heldur áfram: „Núvirði eiginfjárframlagsins frá 2014 er um 7,7 m.kr. Eign kaupandans hefur því aukist um 23,8 m.kr. á þessum 89 mánuðum eða um 267 þúr. kr. að meðaltali á hverjum mánuði. Þetta er 23% ársávöxtun umfram verðbreytingar. Sturluð ávöxtun.“

Síðan segir hann frá því að íbúðin var sett í leigu í árslok 2014 á 170 þúsund sem sé langt umfram raunveruleg útgjöld leigusalans, en ef leigan hefði einungis átt að dekka kostnað hefði leiguverðið átt að vera rúmlega 90 þúsund krónur.

Frá 2014 hafi leigan á íbúðinni hækkað um tæplega 47 þúsund krónur umfram verðlag.

Þá vísar hann í kannanir Samtaka leigjenda og segir að leigjendur á almennum markaði séu yfirleitt að greiða um og yfir 100 þúsund krónur á mánuði umfram kostnað leigusala.

Endalaus hagnaður

Á tímabilinu hefur leigjandinn borgað allan kostnað leigusalans vegna íbúðarinnar og lánanna sem á henni hvíla, um 12,8 m.kr. Og auk þess um 11,5 m.kr. í hreinan hagnað til leigusalans.

Ofan á þetta bætist síðan hækkun íbúðarinnar upp á um 23,8 m.kr.

Samanlagður hagnaður eigandans er því um 35,3 m.kr. á tímabilinu, að meðaltali um 397 þús. kr. á mánuði. Fyrir að hafa 2014 lagt til 30% eiginfjárframlag í 83 fermetra íbúð í Iðufelli.“

Greinina í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“