Í samtali við MSNBC sagði hann að þetta snúist ekki um tilfinningar Pútíns heldur um völd.
Með þessu mælir hann gegn orðum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, sem hefur sagt að mikilvægt sé að forðast að niðurlægja Pútín ef hægt á að vera knýja fram diplómatíska lausn á stríðinu.
McFaul segir þetta „barnaleg“ ummæli því Pútín muni halda áfram að reyna halda herteknum svæðum í Úkraínu. „Hann sest ekki við samningaborðið fyrr en her hans getur ekki lengur sótt fram. Þegar hann er fastur á vígvellinum. Þetta snýst um völd, ekki um tilfinningar Pútíns,“ sagði McFaul sem var sendiherra í Rússlandi frá 2012 til 2014.
Hann sagði að hvorki diplómatískar tilraunir né efnahagslegar refsiaðgerðir séu það sem muni stöðva Pútín. Hann sagði að stríðsrekstur Pútíns sanni þetta. Grimmd Rússa sýni að það sé ekki fyrr en hersveitir Pútíns geti ekki sótt fram sem Pútín bakki.