Mikhail Kasyanov, sem var forsætisráðherra Rússlands frá 2000 til 2004, er nú leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Frelsisflokkur fólksins. Hann telur að stríðið í Úkraínu muni vara í allt að tvö ár til viðbótar.
Þegar hann var forsætisráðherra var hann talsmaður nánari samskipta við Vesturlönd. Hvort það varð til þess að hann var rekinn úr embætti af Pútín er þó ekki vitað.
Í kjölfar brottrekstursins varð Kasyanov einn af hörðustu gagnrýnendum ráðamanna í Kreml.
Í samtali við AFP sagði hann að Úkraína þurfi helst að sigra í stríðinu. Ef það gerist ekki geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir önnur Evrópuríki.
„Ef Úkraína fellur eru Eystrasaltsríkin næst,“ sagði hann.
Hann sagði Pútín virðist vera „klikkaður“ í pólitísku samhengi og hann telur að Pútín verði á einhverjum tímapunkti settur af sem forseti og við taki aðili sem leyniþjónustan stýrir.