fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Fyrrum forsætisráðherra Rússlands segir að þessi lönd séu næst ef Úkraína tapar stríðinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 06:57

Mikhail Kasyanov. Skjáskot/BBC/HardTalk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur stríðið í Úkraínu staðið yfir í tæpa fjóra mánuði. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, reiknaði væntanlega ekki með svo löngu stríði þegar hann gaf her sínum fyrirmæli um að ráðast inn í Úkraínu. En það er hætt við að Úkraína sé ekki lokamarkmið Pútíns, sérstaklega ekki ef Rússar sigra í stríðinu.

Mikhail Kasyanov, sem var forsætisráðherra Rússlands frá 2000 til 2004, er nú leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Frelsisflokkur fólksins. Hann telur að stríðið í Úkraínu muni vara í allt að tvö ár til viðbótar.

Þegar hann var forsætisráðherra var hann talsmaður nánari samskipta við Vesturlönd. Hvort það varð til þess að hann var rekinn úr embætti af Pútín er þó ekki vitað.

Í kjölfar brottrekstursins varð Kasyanov einn af hörðustu gagnrýnendum ráðamanna í Kreml.

Í samtali við AFP sagði hann að Úkraína þurfi helst að sigra í stríðinu. Ef það gerist ekki geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir önnur Evrópuríki.

„Ef Úkraína fellur eru Eystrasaltsríkin næst,“ sagði hann.

Hann sagði Pútín virðist vera „klikkaður“ í pólitísku samhengi og hann telur að Pútín verði á einhverjum tímapunkti settur af sem forseti og við taki aðili sem leyniþjónustan stýrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Í gær

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leiðrétting og afsökunarbeiðni

Leiðrétting og afsökunarbeiðni