fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Reykjavíkurborg nam kött Guðmundar og Blævar á brott og týndi honum svo – „Ég skil ekki neitt og ég er algjörlega brjálaður“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. júní 2022 16:32

Kisan Nóra sem er týnd, og eigendurnir Blær og Guðmundur sem sakna hennar sárt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikaraparið Guðmundur Felixsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum við dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. Starfsfólk borgarinnar kom um helgina og fjarlægði köttinn þeirra vegna kvartana frá ósáttum nágranna en nú er kötturinn týndur.

„Reykjavíkurborg týndi kettinum okkar,“ segir Guðmundur í færslu á Facebook þar sem hann biðlar til fólks að hafa augun opin fyrir kettinum þeirra, henni Nóru. Samkvæmt þeim upplýsingum sem þau fengu frá borginni týndist Nóra í Laugardalnum, sem er órafjarri heimili hennar í 101 Reykjavík. Má því gera ráð fyrir að hún sé bæði villt og svöng.

Nóra er grábröndótt með ljósbrúna flekki og hvítar doppur, og ólarlaus.

Guðmundur segir að enginn hafi látið þau vita eftir að Nóra var tekin „og það var ekki fyrr en ég fór að spyrjast fyrir og yfirheyra téðan nágranna um málið að við komumst að því hvað hefði orðið af henni. Það var svo allt lokað í gær og því gátum við ekki haft samband við Reykjavíkurborg að leita svara um hvar kötturinn okkar væri niður komin. Þegar Blær náði loksins sambandi við starfsmanninn sem var með málið á sinni könnu í hádeginu í dag tjáir hann henni að Nóra hafi sloppið úr þeirra haldi FYRIR SÓLARHRING SÍÐAN og sé núna týnd einhversstaðar í Laugardalnum, langt langt í burtu frá heimili sínu í 101 Reykjavík.“

Hann bendir á að á þessum sólarhring hafi aldrei reynt að ná sambandi við þau. „Í stað þess að hringja í nágrannann okkar (sem kvartaði) og láta vita og kannski spyrjast fyrir um hverjir væru eigendur kattarins ákváðu starfsmenn Umhverfissviðs að bíða þangað til við hringdum sjálf. Þannig að við áttum bara að fatta sjálf að Reykjavíkurborg hefði tekið hana og taka sjálf upp á því að hringja?? Ég skil ekki neitt og ég er algjörlega brjálaður,“ segir Guðmundur.

Hægt er að ná í Guðmund í síma 698-8712 og Blæ í síma 699-4457

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá