En þessi einkaher Pútíns er einna helst þekktur fyrir að taka af mikilli hörku á fólki sem mótmælir Pútín og stjórn hans.
The Guardian segir að 115 hermenn hafi nú verið reknir úr einkahernum því þeir neituðu að berjast í Úkraínu. Segir blaðið að þetta sé skýrasta dæmið, sem hefur komið fram innan rússneska hersins, um andstöðu hermanna við stríðið í Úkraínu.
Hermennirnir eru sagðir vera ósáttir við að hafa verið reknir og réðu lögmann til að fara með málið fyrir dóm. Dómari kvað upp dóm í síðustu viku og komst að þeirri niðurstöðu að yfirmönnum hersins hefði verið heimilt að reka þá úr hernum fyrir að neita að berjast í Úkraínu.
Mikhail Benyash, lögmaður, segir að mörg hundruð rússneskir hermenn hafi sett sig í samband við hann og starfsbræður hans til að fá ráð um hvernig þeir geti sloppið við að berjast í Úkraínu. Hann sagði að meðal annars hafi 12 liðsmenn Rosgvardia haft samband.
Eins og DV fjallaði um nýlega þá geta rússneskir hermenn neitað að berjast í Úkraínu án þessa að vera refsað fyrir það. Ástæðan er að Pútín hefur ekki lýst yfir stríði og þar með opnast útgönguleið fyrir hermennina.
Pútín hefur ekki lýst yfir stríði – Opnar útleið fyrir rússneska hermenn