fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Odee segir að Wendys á Íslandi sé ekki gjörningur – „Ég var bara ráðinn til þess að hjálpa þeim með þessa heimasíðu“

Björn Þorfinnsson, Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 13:11

Myndin er samsett - Mynd af Odee/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fregnir fyrr í dag um að bandaríska skyndibitakeðjann Wendy´s væri á leið til Íslands virðast hafa verið byggðar á sandi. Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandaríska keðjan ætlaði að opna 3-4 útibú hérlendis og auglýsti eftir 60 starfsmönnum sem og heppilegum staðsetningum. Byggðist fréttin á fréttatilkynningu til fjölmiðla sem og tilkynningu á íslenskri heimasíðu Wendys.is.

Stuttu síðar var fréttin síðan leiðrétt og tekið fram í fyrirsögn að um falsfréttir væru að ræða og að listamaðurinn Odee, Oddur  væri enn á ný að sprella með stofnun fyrirtækja hérlendis.

Stofnaði lággjaldaflugfélag sem Listaháskólaverkefni

Þetta er sumsé ekki í fyrsta sinn sem Odee, Oddur Eysteinn Friðriksson, freistar þess að plata fjölmiðla og almenning.

Í nóvember 2020 var tilkynnt um stofnun nýs lággjaldaflugfélags, MOM air, sem vakti talsverða athygli enda var fullhönnuð vefsíða tiltæk auk þess sem fréttatilkynningar voru sendar á fjölmiðla. Átti að afhjúpa á sérstökum blaðamannafundi hver stæði á bak við félagið nokkrum dögum síðar en fyrir það grófu fjölmiðlar upp Odee væri á bak við gjörninginn þó að hann þvertæki fyrir aðkomu sína fyrst um sinn.

Hann viðurkenndi það þó um síðir og reyndist gjörningur vera hluti af verkefni hans í Listaháskóla Íslands. Segja má að gjörningurinn hafi heppnast vel því á skömmum tíma hafði hann fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum auk alþjóðlegrar umfjöllunar.

Harðneitar aðkomu sinni… aftur

Þegar flett var upp á íslenska heimasíðu á ISNIC-skránni sást að einstaklingurinn OEF3-IS var skráður fyrir síðunni en það er sami aðili og var skráður fyrir heimasíðu MOM air og heimasíðu listamannsins Odee.

Í stuttu spjalli við blaðamann harðneitar þó Odee að um gjörning sé að ræða. Hann sé aðeins starfsmaður á plani.

„Ég var bara ráðinn til þess að hjálpa þeim með þessa heimasíðu og markaðsherferð og get sagt að þetta er raunverulegt fyrirtæki, kompaní, batterí sem er að fara að opna,“ segir Odee.

„Ég er búinn að vera að vinna í heimasíðugerð og að aðstoða fyrirtæki með markaðsefni og þetta er bara eitt af þeim verkefnum. En annars er ég ekki talsmaður fyrir fyrirtækið,“ bætir hann svo við en segist vel skilja að fólk sé tortryggið eftir MOM air-uppátækið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði