fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

4.500 undirskriftir til stuðnings dugðu ekki til – Kyönu vísað frá Íslandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. maí 2022 19:30

Kyana Sue Powers.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískum áhrifavaldi, Kyana Sue Powers, sem hefur verið búsett hér á landi í þrjú ár, fær ekki dvalarleyfi og verður gert að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða kærunefndar útlendingamála en RÚV greinir frá niðurstöðunni. Kyana Sue hefur þrjátíu daga til að yfirgefa landið en allt er nú undir Vinnumálastofnun komið hvort að Kyana Sue geti dvalist hér á landi áfram eins og hugur hennar stendur til.

DV fjallaði um mál Kyönu Sue í aprílbyrjun. Þar kom fram að hún hafi ferðast til Íslands árið 2018 og heillast af landi og þjóð. Hún fór heim til Boston, sagði upp vinnunni, seldi allt sem hún átti og keypti flugmiða aðra leið til Íslands.

Síðan þá hefur hún byggt upp vinsæla Instagram-síðu með 31 þúsund fylgjendum þar sem hún dásamar Ísland í bak og fyrir og vekur athygli á því sem hér er í boði. Í byrjun síðasta árs stofnaði hún síðan fyrirtæki sem framleiðir markaðsefni og auglýsingar og leggur áherslu á samfélagsmiðla auk þess sem hún aðstoðar íslensk ferðaþjónustu fyrirtæki í markaðsmálum. Þrátt fyrir umsvifin var henni synjað um dvalarleyfi hérlendis á grundvelli þess að hún hafi ekki sérfræðiþekkingu í sínu fagi. „Löng saga stutt þá fékk ég bréf um að mér verður vísað úr landi og atvinnuleyfinu mínu synjað af úreltum ástæðum,“ sagði Kyana í samtali við DV.

Hún var þó full baráttu hug og sagði meðal annars: „Ég mun gera hvað sem ég get til að vera áfram á Íslandi, nema að gifta mig.“

Hún áfrýjaði málinu og nú liggur niðurstaðan fyrir. Kyana Sue á að hafa sig á brott.

Eina von hennar er nú sú að á sama tíma sótti hún um tímabundið atvinnuleyfi í gegnum fyrirtæki sitt en Vinnumálastofnun synjaði þeirri umsókn. Sú ákvörðun hefur verið kærð til félags-og vinnumarkaðsráðuneytisins. Fram kemur í frétt RÚV að rúmlega 4.500 einstaklingar hefðu skrifað undir yfirlýsingu Kyönu Sue til stuðnings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Í gær

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum