fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Brimborg hafði betur fyrir dómi gegn bílastæðahúsi Hafnartorgs varðandi 52 þúsund króna sekt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. maí 2022 16:30

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brimborg ehf. þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur í sektir samkvæmt nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Deila félaganna snerist um hvort að Brimborg, sem rekur meðal annars bílaleigu, bæri ábyrgð á því að greiða fyrir þá viðskiptavini sem fengu sektir í bílastæðahúsi Hafnartorgs og slepptu því að greiða þær.

Rekstrarfélagið krafðist þess að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða ógreidd gjöld þessara viðskiptavina sinna fyrir notkun á bílastæðum í húsinu, en til viðbótar við afnotagjöldin er rukkað 1.800 króna innheimtukostnaður á hvert mál. Um var að ræða 23 skipti þar sem viðskiptavinir Brimborgar hlupu frá sektum sínum en öll tilvikin áttu sér stað árið 2019. Heildar upphæð sektanna sem Brimborg neitaði að borga nam því 52.499 krónum.

Ekki ferð til fjár

Það sem gerði í raun útslagið í málinu var að í leiguskilmálum Brimborgar kemur fram að leigutakar beri ábyrgð á öllum helstu sektum og því neitaði fyrirtækið að borga sekt Rekstrarfélagsins enda hefði félagið  ekkert um það að segja hvað leigutakarnir gerðu á bílunum á leigutímanum. Rekstrarfélagið væri að rukka rangan aðila og þyrfti að ganga á eftir hverjum ökumanni fyrir sig.

Héraðsdómur úrskurðaði að lokum að Brimborg bæri ekki ábyrgð á því að greiða sektir viðskiptavina félagsins og var félagið því sýknað af kröfunni. Rekstrarfélag Hafnartorg þurfti auk þess að greiða Brimborg 750 þúsund krónur í málskostnað vegna málsins.

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“