fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Þetta eru spurningarnar sem matsmennirnir þrír neita að svara

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 24. maí 2022 14:29

Sálfræðingarnir og matsmennirnir Gunnar Hrafn Birgisson, Guðrún Oddsdóttir og Ragna Ólafsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn þeirra þriggja sálfræðinga sem DV hefur fjallað um síðustu daga í tengslum við kvartanir vegna starfa þeirra sem matsmenn og sérfróðir meðdómendur í forsjármálum hefur svarað fyrirspurn DV.

Umræddir sálfræðingar eru þrír, þau Guðrún Oddsdóttir, Ragna Ólafsdóttir og Gunnar Hrafn Birgisson.

Greint var frá því fyrir helgi að tíu mæður hafa sent kvörtun til embættis Landlæknis vegna „ófaglegra vinnubragða og hlutdrægni sálfræðinga sem taka að sér hlutverk dómkvaddra matsmanna og sérfróðra meðdómsmanna í forsjármálum.“ Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá samtökunum Líf án ofbeldis. Í tilkynningu segir að umræddir sálfræðingar saki mæður um að vera „lygasjúkar, jafnvel með falskar minningar og skamma þær fyrir að kalla sig þolendur ofbeldis.“

Sjá einnig: Tíu mæður lýsa „ófaglegum vinnubrögðum og hlutdrægni“ þessara matsmanna í forsjármálum og leita til Landlæknis

Sex af þessum tíu kvörtunum snúa að vinnubrögðum Guðrúnar, þrjár að Rögnu – þar af ein þar sem Guðrún og Ragna voru báðar matsmenn – og ein sem snýr að starfsháttum Gunnars Hrafns.

DV sendi þeim hverjum fyrir sig fyrirspurn föstudaginn 20. maí þar sem spurt var:

Hver eru viðbrögð þín við kvörtunum vegna þinna vinnubragða?

Telur þú vinnubrögð þín í þessum málum á einhvern hátt ámælisverð? Ef já, hvernig?

Hversu lengi hefur þú starfað sem dómkvaddur matsmaður/sérfróður meðdómsmaður í forsjármálum?

Í hversu mörgum málum á ári að jafnaði ert þú dómkvaddur matsmaður/sérfróður meðdómsmaður?

Hvaða hæfni hefur þú til að bera til að vera dómkvaddur matsmaður/sérfróður meðdómsmaður í forsjármálum?

Hefur áður verið kvartað yfir vinnubrögðum þínum sem matsmanns í forsjámáli til embættis landlæknis? Ef já, hversu oft? Og ef já, hver var niðurstaða landlæknis í því/þeim málum?

Sjá einnig: „Hló að móður þegar hún lýsti frásögn sinni af mjög alvarlegu ofbeldi“ – Ein af kvörtununum tíu í heild sinni

DV fjallaði nýverið um fyrirhugað námskeið fyrir þá sálfræðinga sem höfðu áhuga á að komast á lista yfir dómkvadda matsmenn og/eða sérfróða meðdómendur í forsjármálum. Um var að ræða 40 klukkustunda námskeið sem var auglýst fyrir félagsfólk í Sálfræðingafélagi Íslands.

Skráð umsjónarfólk námskeiðisins voru sálfræðingar sem hafa öll starfað sem matsmenn, þau Álfheiður Steinþórsdóttir, Gunnar Hrafn Birgisson, Guðrún Oddsdóttir og Oddi Erlingsson.

Í greininni segir Gabríela Bryndís Ernudóttir, sálfræðingur og formaður Lífs án ofbeldis, hafi fengið synjun án skýringa þegar hún sótti um að komast á þetta námskeið en hún hefur síðustu misseri verið gagnrýni á störf dómkvaddra matsmanna í forsjármálum hér á landi.

Sjá einnig:  Synjað um aðgang að námskeiði fyrir matsmenn í forsjármálum – „Hvað hafa þau að fela?“

Dómkvaddir matsmenn eru skipaðir af dómstólum fyrir tilstilli lögmanna eða dómara.  Þeir eru þá kallaðir til vegna sinnar sérfræðiþekkingar.

Hér í Lögmannablaðinu er fjallað um dómkvadda matsmenn en þar kemur fram að dómstólar virðist bera mikið braust til dómkvaddra matsmanna og byggja dóma oft á niðurstöðum matsgerða þeirra.

Sjá einnig: Segir móður hafa „mistúlkað orð dóttur minnar sem voru meðal annars að hana klæjaði í píkunni því „pabbi skegg kitlar““ – Önnur af kvörtununum tíu í heild sinni

Sjá einnig: Móðir segir að sonur sé „kinnfiskasoginn og horaður eftir umgengni við föður, því þar fór hann svangur að sofa“ – Þriðja kvörtunin af tíu í heild sinni

Sjá einnig:  Helga Sif segir matsmann hafa gaslýst dóttur sína – „Hvað er eiginlega að Helgu?”- Fjórða kvörtunin af tíu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt