fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. maí 2022 19:23

Þórólfur Guðnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti tilfelli apabólu greindist í Danmörku í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir í samtali við RÚV að ljóst sé að sjúkdómurinn berist hingað til lands. Til þess að komast hjá smiti hvetur Þórólfur fólk til að vera ekki í nánu samneyti við ókunnugt fólk og gæti sín þegar kemur að kynlífi.

Sjúkdómurinn smitast aðallega við mjög náið samneyti milli fólks. „Bæði virðist það vera við kynmök. Smit í gegnum húð frá fólki sem er með vessandi útbrot, svo getur þetta smitast líka við náin samgang með dropasmiti þar að segja út frá öndunarvegi,“ segir Þórólfur í frétt RÚV.

Sérfræðingar hjá WHO –  Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hafa greint frá því að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Að minnsta kosti 60 einstaklingar hafa greinst í Evrópu og allar líkur á því að fleiri smit muni greinast á næstu dögum, jafnvel hópsmit.

Ein­kenni sjúk­dóms­ins í mönn­um fela í sér sár á húðinni, út­brot í and­liti, lóf­um og á ilj­um, hrúður, hita, hroll og vöðva­verki. Engin lækning er til við sjúkdóminum en blessunarlega ná flestir sér sem smitast innan nokkurra vikna. Aðeins í sjaldgæfum tilvikum reynist sjúkdómurinn banvænn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við