fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. maí 2022 19:23

Þórólfur Guðnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti tilfelli apabólu greindist í Danmörku í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir í samtali við RÚV að ljóst sé að sjúkdómurinn berist hingað til lands. Til þess að komast hjá smiti hvetur Þórólfur fólk til að vera ekki í nánu samneyti við ókunnugt fólk og gæti sín þegar kemur að kynlífi.

Sjúkdómurinn smitast aðallega við mjög náið samneyti milli fólks. „Bæði virðist það vera við kynmök. Smit í gegnum húð frá fólki sem er með vessandi útbrot, svo getur þetta smitast líka við náin samgang með dropasmiti þar að segja út frá öndunarvegi,“ segir Þórólfur í frétt RÚV.

Sérfræðingar hjá WHO –  Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hafa greint frá því að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Að minnsta kosti 60 einstaklingar hafa greinst í Evrópu og allar líkur á því að fleiri smit muni greinast á næstu dögum, jafnvel hópsmit.

Ein­kenni sjúk­dóms­ins í mönn­um fela í sér sár á húðinni, út­brot í and­liti, lóf­um og á ilj­um, hrúður, hita, hroll og vöðva­verki. Engin lækning er til við sjúkdóminum en blessunarlega ná flestir sér sem smitast innan nokkurra vikna. Aðeins í sjaldgæfum tilvikum reynist sjúkdómurinn banvænn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Í gær

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“