fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Engin vitni lýstu beinum kynnum af Ingó

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. maí 2022 13:48

Ingólfur Þórarinsson. Mynd: Sigtryggur Arason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Þór Sigríðarson, sem Ingólfur Þórarinsson hefur stefnt fyrir meiðyrði, sagði í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að honum hafi blöskrað að fólki þætti tiltökumál að einstaklingur sem sakaður væri um siðferðislega ámælisverða hegðun myndi víkja til hliðar á meðan slík mál væru rannsökuð til hlítar. Ingó stefnir Sindra vegna ummæla á netinu sumarið 2021 þar sem Sindri sakaði Ingó um að „ríða börnum“.

Sindri sagði að megintilgangur sinn með ummælunum hefði verið að vinna gegn þeirri meinsemd að fullorðnir karlmenn gætu refsilaust sængað hjá börnum niður í 15 ára aldur, sem er 10. bekkur grunnskóla. Honum hafi blöskrað að menn kæmu Ingólfi harkalega til varnar í þeirri umræðu, en það gerði meðal annars lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson.

Sindri Þór Sigríðarson. Mynd: Sigtryggur Ari.

Aðspurður hvort hann hefði mátt vera hófstilltari í orðanotkun sagði Sindri að hann væri ekki vanur að tala undir rós. En hefði hann raunverulega ætlað að særa æru Ingós hefði hann dregið fram sögur þar sem sannarlega væri greint frá refsiverðri hegðun. Hann hefði hins vegar ekki sakað Ingó um refsivert athæfi þar sem það sé ekki refsivert að sænga hjá börnum niður í 15 ára aldur á Íslandi.

Þess má geta að undir einni færslu Sindra um Ingó voru 100 ummæli sem vitnuðu um meinta ámælisverða hegðun hans.

Ummælin sem Sindra er stefnt fyrir eru eftirfarandi:

„Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum“

„Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum“

„Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum“

„trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum“

„Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.

Bílastæðavakt á Samfés-balli

Fimm vitni voru leidd fram við réttarhöldin. Athygli vekur að í þeim hópi var enginn sem vitnaði um bein samskipti við Ingó heldur var um að ræða óbein vitni sem þekktu til kvenna er höfðu rætt um framferði hans. Flestir vitnisburðirnir voru um frásagnir frá þeim tíma þegar Ingó, sem er fæddur árið 1986, var 22-24 ára gamall, en konurnar sem greint var frá voru 16-17 ára í flestum tilvikum.

Meðal vitna var Elísa Sveinsdóttir, grunnskólakennari og fyrrverandi leiðbeinandi í félagsmiðstöð. Elísa greindi frá því að er hún var að vinna á Samfés-balli árið 2009 hafi hún tekið þátt í sérstakri bílastæðavakt fyrir utan staðinn til að koma í veg fyrir að Ingó, sem var að skemmta á staðnum, gæti tekið ungar stelpur upp í bílinn hjá sér.

Þórhildur Rán Torfadóttir greindi frá því að á árunum 2007-2008 hefði Ingó verið ágengur við hana og vinkonu hennar. Þær voru þá á 17. ári en Ingó var á þessum tíma 21-22 ára. Lýsti ágengnin sér meðal annars í rafrænum skilaboðum. Síðasta atvikið sem hún greindi frá var frá ágengni Ingós við 16 ára stelpu á þjóðhátíð í Eyjum.

Daníel Ingi Traustason lýsti atviki árið 2014. Hann var þá í partíi og mjög drukkin vinkona hans, þá 17 ára gömul, sagði að Ingó væri á leiðinni að sækja hana. Var það skilningur Daníels að tilgangur Ingós væri kynferðislegur, en hann mun hafa um þetta leyti verið um 28 ára gamall. Segir Daníel að hann og félagar hans hafi neitað Ingó um inngöngu er hann kom í partíið að sækja stúlkuna og hafi hann orðið frá að hverfa.

Tekið skal  fram að lögmaður Sindra, Sigrún Jóhannsdóttir, kvaðst hafa verið í beinu sambandi við meinta þolendur Ingós en af tillitsemi við þá hefðu slíkir aðilar ekki verið kvaddir til að bera vitni.

Fjórar konur úr aðgerðahópnum Öfgar voru viðstaddar réttarhöldin. Mynd: Sigtryggur Ari

Hvenær er barn barn?

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingós, réðst gegn þeim skýringum Sindra á ummælum sínum að hann væri að vísa til barna á aldrinum 15-17 ára. Það væri skýring sem Sindri hefði ekki lagt fram fyrr en hann hafði fengið kröfubréf frá Ingó vegna ummæla sinna. Staðreyndin væri sú að almennur skilningur á orðinu „börn“ væri börn upp að 12 ára aldri eða að minnsta kosti börn á grunnskólaaldri. Þar væri almennt ekki verið að vísa til unglinga né ungmenna. Að kalla einstakling undir 18 ára aldri barn væri lagalegur skilningur.

Auður hafnaði þeim málflutningi í greinargerð Sindra að ummæli hans væru gildisdómar. Vægari kröfur um sanngildi eru gerðar til ummæla sem eru gildisdómar en til staðhæfinga um staðreyndir. Auður sagði að fullyrðingin um að einstaklingur ríði barni væri ekki gildisdómur heldur staðhæfing um staðreyndir og ekki væri hægt að komast undan því.

Auður sagði að ummæli Sindra væru árás á æru Ingólfs og til þess gerð að skaða atvinnumöguleika hans.

Auður hafnaði því einnig að ummæli Sindra væru framlag til þjóðfélagsumræðu en Sindri heldur því fram að þau séu framlag til umræðu um kynferðisbrot. Segir Auður mótsögn vera fólgna í málflutningi Sindra þar sem hann segist ekki hafa sakað Ingó um kynferðisbrot.

Lögmaður Sindra, Sigrún Jóhannsdóttir, sagði ummæli Sindra vera mikilvægt innlegg í umræðu um kynferðisbrot enda væri hann að deila á löggjafann fyrir að gera fullorðnum karlmönnum kleift að sænga refsilaust hjá börnum undir 18 ára aldri.

Sigrún benti á hvernig þöggunarmenning hefði haldið hlífiskildi yfir t.d. barnaníðingnum Karl Vigni sem viðurkennir að hafa brotið gegn yfir 50 börnum. Einnig hefði þöggunarmenningin haldið hlífiskildi yfir stjörnunuddaranum Jóhannesi sem hefði getað haldið áfram að brjóta gegn konum þrátt fyrir fram komnar kærur gegn honum.

Dómur verður kveðinn upp  í málinu á næstu dögum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri