fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Flassari í Laugardal veldur usla – „Tilkynnt um afbrigðilega hegðun í hverfi 105“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 11:15

Laugardalur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður áreitti börn og beraði kynfæri sín fyrir framan þau í Laugardal um hálfáttaleytið í gærkvöld. Börnin voru þá að koma af íþróttaæfingu. Maðurinn er grunaður um að hafa sýnt af sér þetta athæfi oft áður og hefur ratað áður í fréttir vegna þess. Móðir einnar stúlkunnar sem varð fyrir barðinu á manninum í gærkvöld segir svo frá atvikinu í íbúahópi hverfisins á Facebook:

„Dóttir min ásamt öðrum stelpum sem voru við æfingar í laugardal lentu i „flassaranum“ núna fyrr i kvöld. Hann áreitti þær og sýndi kynfærin sín. Hann var auðvitað farinn þegar lögreglan kom a svæðið en ég gaf skýrslu og mun kæra þetta. Vildi bara láta vita svo þið getið brýnt fyrir ykkar börnum að bregðast rétt við eins og stelpurnar gerðu og ekki tala við hann og láta fullorðna strax vita.“

Atvikið átti sér stað við íþróttasvæði Ármanns og Þróttar. Manninum er lýst þannig að hann sé klæddur í græna úlpu, sé alltaf á hjóli og sé fremur brúnn í framan (líklega útitekinn). Hann er mikið á ferðinni í kringum þetta svæði í Laugardalnum.

Lítillega er minnst á málið í dagbók lögreglu en þar segir: „Tilkynnt um afbrigðilega hegðun í hverfi 105, afgreitt á vettvangi.“

DV náði sambandi við Guðmund Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúa á Stöð 1. Segir hann að um þekktan aðila sé að ræða. „Hann hefur oft áður verið þarna á Þróttar-svæðinu en málið er að við eigum aldrei nein sönnunargögn á hann. Hann næst aldrei á myndavélar en sannarlega hefur verið tilkynnt um hann nokkrum sinnum. Þetta er hegðun sem gengur ekki en við verðum alltaf að hafa sönnunargögn.“

Nokkrar umræður spinnast einmitt um það í íbúahópnum hvort brýna ætti fyrir börnum að ná manninum á mynd við athæfi sitt enda eiga þau væntanlega öll snjallsíma. Sumum finnst ekki hægt að ætlast til þess að börn afli sönnunargagna þegar þau eru áreitt kynferðislega, en víst er að myndefni af athæfi mannsins kæmi sér vel fyrir lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“