fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Yfirmaður í Arion banka handtekinn af lögreglu á árshátíð vegna gruns um líkamsárás á öryggisvörð

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 14. maí 2022 11:18

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háttsettur yfirmaður hjá Arion banka var handtekinn af lögreglu á árshátíð bankans um síðustu helgi vegna meintrar líkamsárásar á öryggisvörð. Samkvæmt heimildum DV hyggst öryggisvörðurinn leggja fram kæru vegna málsins.

Árshátíð Arion banka fór fram með pompi og prakt laugardaginn 7. maí síðastliðinn. Vettvangur árshátíðarinnar var Kórinn í Kópavogi og var hvergi til sparað við að gera hátíðina sem glæsilegasta. Veislustjórn var í höndum útvarpsmannsins Sigurðar Gunnarssonar og hálfgert landslið íslenskra tónlistarmanna steig á stokk. Þá var sænska Eurovision stjarnan Robin Bengtsson sérstaklega boðið til landsins til að skemmta bankastarfsmönnum og mökum þeirra.

Hin meinta líkamsárás á að hafa átt sér stað í lok kvöldsins í fatahengi knattspyrnuhallarinnar. Yfirmaðurinn, sem er kvenkyns, á að hafa brugðist hin versta við þegar hún fékk ekki yfirhöfn sína á grundvelli þess að hún var búin að týna miðanum sínum. Öryggisverðir voru þá kallaðir til og skömmu síðar á yfirmaðurinn að hafa slegið til öryggsvarðar og veitt viðkomandi áverka á augntóft.

Í kjölfarið var lögregla kölluð til og fjarlægði yfirmanninn af vettvangi. Samkvæmt heimildum DV þurfti yfirmaðurinn að gista fangageymslur lögreglu þessa nótt. Eins og áður segir hefur DV heimildir fyrir því að öryggisvörðurinn ætli að leggja fram kæru vegna málsins.

Hin meinta árás hefur vakið mikið umtal meðal starfsmanna bankans og vakti það meðal annars athygli yfirmaðurinn mætti, eins og ekkert hafi í skorist, til vinnu á mánudagsmorgun. Herma heimildir miðsins að yfirmaðurinn hafi nú farið í leyfi  og tilkynnt hafi verið að það vari fram í miðjan ágúst.

DV sendi fyrirspurn á Arion banka í gær vegna málsins. Í svari kemur fram að málið sé í skoðun og sé í réttum farvegi innan bankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök