fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Fjölskyldan klofin – Erfingjar börðust um málverk fyrir dómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján heitinn Davíðsson var frábær listmálari sem skilur eftir sig marga dýrgripi. Um eitt verk hans var tekist á í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum. Maður einn sem lést árið 1998 átti nokkurn safn verka eftir meistarann. Börn mannsins deildu um eignarrétt á einni myndinni. Dómur var kveðinn upp í málinu í dag.

Árið 1996, tveimur árum fyrir dauða sinn, skráði maðurinn gjafaloforð til barna sinna þar sem tilgreindar voru málverkagjafir. Um þetta segir í texta dómsins:

„Stefnandi og stefndi eru systkini og mun móðir þeirra hafa látist á árinu 1994. Ágreiningslaust er að faðir málsaðila, C, ritaði í viðurvist lögbókanda undir gjafaloforð, dags. 2. nóvember 1996, þar sem ráðstafað var málverkum til málsaðila og systra þeirra, D og E. Segir nánar í gjafaloforðinu: „Ég undirritaður C […] gef hér með börnum mínum, eftirgreind málverk í eigu minni, sem ég mun láta þeim í té síðar, utan fjögurra mynda sem þau hafa þegar.“ Svo segir: „A […] gef ég eftirtaldar myndir:
1. Blágræn mynd eftir Kristján Davíðsson, sem ég hef þegar afhent
henni (er í breiðum gylltum ramma).
2. Kommóðumynd eftir Kristján Davíðsson.
3. Abstrakt mynd af fugli, ósigneruð.
B […] gef ég eftirtaldar myndir eftir Kristján Davíðsson:
1. Mynd í svörtu og hvítu, sem er staðsett hjá B.
2. Mynd í gylltum ramma, unnin á japanskan pappír. Myndin er gjöf til
mín.
3. Mynd í mörgum litum, í rauðu, bláu o.fl. (sem hangir nú neðst við
eldhúsvegginn í því herbergi sem ég dvel í nú).“

Vildi tvær og hálfa milljón

Stefnandinn í málinu er A og ljóst er samkvæmt þessum fyrirmælum að henni bar meðal annars Kommóðumyndin eftir Kristján Davíðsson. Myndin lenti hins vegar hjá bróður hennar og var þar um áratugaskeið án þess að konan gerði formlegar athugasemdir við þá tilhögun, ekki fyrr en bróðir hennar seldi málverkið árið 2021. Var málverkunum ráðstafað á milli fjögurra systkina eftir dauða föðurins, konan var aðili að því samkomulagi og gerði ekki athugasemdir við það.

Bróðir hennar hafnaði því að gjafaloforðið hefði lagalegt gildi. Einnig taldi hann systur sína hafa fyrirgert kröfu í málverkið með tómlæti.

Konan gerði þá kröfu á bróður sinn að eignarréttur hennar á Kommóðumyndinni yrði viðurkenndur og að bróðir hennar greiddi henni 2.490.000 krónur þar sem hann hefði ráðstafað myndinni.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að gögn málsins hefðu sannað eignarrétt hennar á myndinni en hún hefði fyrirgert þeim rétti með tómlæti þar sem hún hefði ekkert aðhafast fyrr en málverkið var selt. Einnig hafði gjafaloforðum og ráðstöfum eigna verið breytt með samkomulagi systkinanna þriggja án þess að konan gerði við það athugasemdir.  Í niðurstöðu dómsins segir:

„Systkinin þrjú báru þannig öll á þann veg að eftir andlát föður þeirra […] 1998 hefðu listaverk þau sem greindi í gjafaloforði hans komið í hlut barna hans eins og mælt var fyrir um í loforðinu með breytingum. Voru þau enn fremur öll samstíga í framburði sínum um að ágreiningur hefði ekki orðið um þessa ráðstöfun og bar stefnandi sjálf að þótt hún hefði verið ósátt hefði hún kyngt þessu og minntist hún þess ekki að hafa gert athugasemdir fyrr en við sölu verksins í september 2021. Var þó tilefni til þess við skipti dánarbús foreldra systkinanna og síðar í ljósi þess hve ósátt hún kveðst hafa verið við ráðstöfunina. Hefur stefnandi með því að taka við því verki sem breytt gjafaloforð ánafnaði henni og með því að aðhafast ekki í meira en tvo áratugi til að gæta réttar síns gefið til kynna að hún sætti sig við vilja föður síns, eins og hann kom fram í breyttu gjafaloforði, og mátti stefndi treysta því. Hefur stefnandi með þessu tómlæti fyrirgert rétti sínum til að hafa uppi kröfu til skaðabóta úr hendi stefnda og verður hann því sýknaður af þeirri kröfu.“

Bróðir konunnar var því sýknaður af kröfum hennar og þarf hún að greiða honum 850.000 krónur í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Í gær

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni

Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni