fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Vaxa orðinn næst stærsti salatframleiðandi landsins á skömmum tíma – Nýr fjármálastjóri tekinn við

Eyjan
Föstudaginn 8. apríl 2022 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsbanki hefur ákveðið, eftir ítarlega greiningu á starfsemi VAXA, að flokka alla fjármögnun fyrirtækisins sem græn lán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Bankinn hefur verið helsti lánveitandi VAXA síðustu ár, en neytendur geta gengið að salati og kryddjurtum VAXA í hillum helstu verslana og á veitingastöðum hérlendis. Aukin veiting grænna lána er eitt af sjálfbærnimarkmiðum Íslandsbanka en VAXA þurfti að uppfylla þröngt skilgreindan sjálfbærniramma bankans sem nær til verkefna í umhverfismálum, sjálfbærra verkefna í sjávarútvegi og verkefna sem styðja við félagslega uppbyggingu.

Andri Björn Gunnarsson, stofnandi VAXA: „Okkar markmið er að rækta grænmeti sem er betra en annað sem þú færð á markaðnum, þar á meðal með tilliti til sjálfbærni. Með okkar ræktunaraðferðum getum við framleitt vöru sem er bragðmeiriferskari og fallegri vara en það sem fólk hefur hingað til getað keypt. Viðtökurnar sýna okkur að þetta er það sem neytendur vilja. Við erum Íslandsbanka þakklát fyrir að hafa trú á okkar sýn og við hlökkum til að vinna áfram með þeim að næstu stóru áföngum á leið okkar að bjóða fólki betra grænmeti á grænan og sjálfbæran hátt.“

Kemur til VAXA frá Bláa lóninu

Þórey G. Guðmundsdóttir var nýlega ráðin fjármálastjóri VAXA og mun leiða uppbyggingu fjármálasviðs félagsins. Hún var áður framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins um árabil. Þar áður var Þórey forstöðumaður hagdeildar Samskipa og á árunum 2004 til 2011 var hún forstöðumaður fjármálasviðs Straums fjárfestingarbanka. Þórey er viðskiptafræðingur að mennt og situr í stjórn Festi, sem rekur Krónuna, N1, Elko og Bakkann vöruhótel.

Þórey G. Guðmundsdóttir

Andri Guðmundsson, meðstofnandi VAXA: „Við erum mjög ánægð með að fá Þóreyju til liðs við okkur. Þekking hennar mun nýtast vel í þeim miklu fjárfestingar- og uppbyggingarverkefnunum sem framundan eru hjá okkur en hún býr að víðtækri reynslu af rekstri og stefnumótun og af uppbyggingu alþjóðslegs vörumerkis.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi