fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fréttir

Segir Sindra hafa tekið að sér hlutverk ákæruvalds, dómara og böðuls hjá dómstóli götunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 09:53

Sindri Þór. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst borðliggjandi að það er nákvæmlega ekkert sem Sverrir hefur fyrir sér í þessu. Þess vegna finnst mér svolítið erfitt að líta á þetta mál sem prófstein á málfrelsið. Málið sem ég á í vændum í maí finnst mér hins vegar miklu mikilvægara. En það er mikilvægt að sýna fram á að ekki sé hægt að þagga niður í fólki með svona tilburðum,“ sagði Sindri Þór Sigríðarson, í stuttu spjalli við DV, í aðdraganda aðalmeðferðar meiðyrðamáls sem nú stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju Vínbúðarinnar, hefur stefnt Sindra vegna ummæla á Twitter síðastliðið haust. Tilefni ummælanna var framganga Sverris í umræðum á Twitter þar sem hann tókst á við meðlimi baráttuhópsins Öfga í umræðum um knattspyrnumanninn Kolbein Sigþórsson. Í maí þarf Sindri að mæta Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni í öðru meiðyrðamál, en Ingólfur er betur þekktur sem Ingó Veðurguð.

Sjá einnig: Segir að Sverrir hafi gefið tilefni til að vera svarað í sömu mynt

Sverrir stefnir Sindra fyrir eftirfarandi ummæli:

„Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“

„Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“

„Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“

Samfélagsmiðlar gapastokkur samtímans

Svavar Daðason, lögmaður Sverris, vonar að dómurinn muni senda skilaboð til dómstóls götunnar á samfélagsmiðlum. Í stuttu spjalli við DV rétt áður en þinghalds hófst sagði Svavar:

„Sú orðræða sem er á þessum samfélagsmiðlum, það er hinn nýi dómstóll. Ég líki þessu við gapastokk. Hver er réttur aðila til að hamast í athugasemdakerfum og úthúða fólki? Menn þurfa líka að geta tekið afleiðingum af slíku framferði. Fólk á að leita réttar síns fyrir dómstólum en ekki í athugasemdakerfum, það er mín skoðun. Kannski er ég svona gamaldags þó að ég sé ungur,“ sagði Svavar.

Í framsögu sinni fyrir dómi hélt Svavar áfram að ræða um gapastokk samtímans, sem væru samfélagsmiðlarnir. Hann sagði að baráttuhópar á borð við Öfga réðu ráðum sínum í hópum þar sem menn væru teknir fyrir. Fólk gæti líka lent undir smásjá hópsins fyrir að hafa ekki réttar skoðanir og þar væru sett rauð flögg á fólk. Sverrir hefði lent í því.

Svavar sagði að ummæli Sindra um Sverri hefðu falið í sér ásökun um ólöglegt athæfi  og siðferðislega ámælisverða háttsemi og jafnvel þó að svo ólíklega færi að dómari flokkaði ummælin sem gildisdóma hefðu þau samt verið ærumeiðandi. Einnig hefði Sindri dregið fyrirtækjarekstur Sverris inn í málið og hvatt fylgjendur sínar til að fara inn á vefsvæði Nýju vínbúðarinnar og ráðast á Sverri þar.

Nánar verður greint frá réttarhöldunum síðar í dag.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður-kóreskir hermenn áttu slæma helgi í Rússlandi – 30 drepnir eða særðir

Norður-kóreskir hermenn áttu slæma helgi í Rússlandi – 30 drepnir eða særðir
Fréttir
Í gær

Akureyringur dreginn fyrir dóm vegna hrottafullrar nauðgunar

Akureyringur dreginn fyrir dóm vegna hrottafullrar nauðgunar