fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Ingveldur segist hvorki hafa logið né borið svar sitt til DV undir Sigurð Inga

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 4. apríl 2022 18:52

Ingveldur Sæmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, segir í skriflegri yfirlýsingu til RÚV að hún hafi ekki logið þegar hún fullyrti í samtali við DV í gær að ráðherrann hefði ekki látið rasísk ummæli falla á gleðskap í tilefni af Búnaðarþingi í síðustu viku. Eins og DV greindi frá á sunnudaginn á Sigurður Ingi að hafa vísað til Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem „hinar svörtu.“

„Þetta er algjört bull,“ sagði Ingveldur í samtali við DV. Þá fullyrti hún að hún hefði ekki neytt áfengis þetta kvöld og staðið við hlið Sigurðar Inga þegar hin umdeildu ummæli voru látin falla.

Í dag birti Vigdís Häsler svo yfirlýsingu þar sem hún staðfesti formlega að Sigurðu Ingi hefði látið særandi ummæli falla og að aðstoðarmaður hans, Ingveldur, hafi ekki verið viðstödd atvikið og það hafi verið særandi að reynt hafi verið  að gera lítið úr hennar upplifun.

Nokkru síðar sendi Sigurður Ingi frá sér yfirlýsingu þar sem hann gekkst við því að hafa látið óviðurkvæmileg orð falla og baðst afsökunar á þeim.

Þess ber að geta að Ingveldur svaraði ekki fyrirspurn DV þar sem leitað var eftir frekari skýringum á orðum hennar. Þess í stað svaraði hún fyrirspurn RÚV skriflega. „Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ hefur fréttastofa RÚV eftir Ingveldi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi