fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Nágrannar orðnir langþreyttir á starfsemi Sólseturs sem þeir segja beri einkenni sértrúarsafnaðar – Spangól og læti á ólíklegustu tímum

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 26. apríl 2022 12:00

Starfsemin við Skrauthóla hófst árið 2015 þegar farið var að leigja út yfirgefna strætisvagna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Skrauthólum 4 við Esjurætur hefur smám saman byggst upp einhverskonar andlegt samfélag og ferðaþjónusta í kringum svokallað Sólsetur sem starfar án allra tilskyldra leyfa að sögn nágranna. Um helgina fór þar fram samkoma sem vakti mikið umtal en í auglýsingunni kom meðal annars fram að ofskynjunarlyf og erótík yrði rauður þráður viðburðarins og að börn væru velkomin. DV fjallaði um málið í gær og þar kom fram að viðburðurinn hafi verið tilkynntur til lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Skipuleggjendur sögðu þó að um misskilning hefði verið að ræða og að ekkert hafi gerst sem ekki var fjölskylduvænt en viðburðurinn hafi verið fyrir 18 ára og eldri.

Bankað á öllum tímum sólarhringsins

Starfsemin á Skrauthólum 4 hófst árið 2015 þegar ábúendur hófu að leigja út gistingu í yfirgefnum strætisvögnum á jörðinni án tilskyldra leyfa og halda samkomumur í gömlu fjósi. Þrátt fyrir ábendingar nágranna til allra tiltækra yfirvalda hefur starfsemin undið upp á sig og í Covid-faraldrinum jókst samkomustarfsemi til muna á jörðinni og hópur fólks fór að hafast þar við að staðaldri.

Í þáttunum Afbrigði á Stöð 2 var á dögunum rætt við Lindu Mjöll Stefánsdóttur, leikmyndahönnuð, sem byggt hefur upp starfsemi Sólsetursins eftir 25 ára dvöl í Englandi. Þar talar hún um að andlega fjölskylda hennar, sína sem telji nú um 12 manns, dveljist á jörðinni.

„Við höfum sýnt þessari starfsemi mikinn skilning og þolinmæði undanfarin ár. Haldið fundi og reynt að ræða málin af skynsemi og yfirvegun. Starfsemin hefur aldrei haft tilskilin leyfi og farið fram í óþökk okkar nágrannanna,“ segir Kristjana Þórarinsdóttir, sem býr á Skrauthólum 2, ásamt fjölskyldu sinni.

Hún segir að tíðar gestkomur allan sólarhringinn skapi mikið ónæði fyrir nágranna. „Það er fólk að koma og fara á öllum tímum sólarhrings, oft bankað upp á hjá okkur nágrönnum að nóttu sem degi og það virðast einhverjir tugir búa þarna að staðaldri. Þetta skapar mikið álag á vegi og veldur ýmiskonar hættu enda erum við með börn og dýr. Það hefur þegar verið ekið yfir einn kött hjá okkur,“ segir Kristjana.

Sjá einnig: Segir sjálfboðaliða misnotaða á Skrauthólum 

Einskonar költ eða sértrúarsöfnuður

Hún segir að nágrönnum standi ekki á sama enda veit enginn hvaða fólk það er sem heldur þarna til. „Við vitum í raun ósköp lítið. Þetta er einhverskonar andlegur trúarhópur og virðist uppfylla mörg skilyrði einhverskonar költs eða sértrúarsafnaðar. Þarna hefur farið fram einhverskonar elddans og við heyrum spangól og læti á ólíklegustu tímum. Þá virðist nekt og erótík vera stór þáttur í starfseminni sem og hugbreytandi efni eins og ofskynjunarsveppir og ayahuasca. Það er nakið fólk á ferli þarna. Sonur okkar fór að leita að hundinum okkar nýlega og þá mætti hann kviknöktum manni. Það er hreinlega brot á lögum að bera sig framan annað fólk,“ segir Kristjana sem vill halda því til haga að eftir hafa haft samband við ábúendur hafa ekki átt sér stað uppákomur varðandi nekt.

Eins og áður segir hafa fundir með nágrönnunum þó litlu skilað varðandi sjálfa starfsemina og sömuleiðis hafa tilkynningar til yfirvalda ekki breytt neinu. „Þetta er starfsemi sem fer fram án allra leyfa og uppfyllir enginn skilyrði . Við nágrannarnir höfum rætt við Sýslumannsembættið út af leyfinu fyrir gistingunni, Brunaeftirlitið, sent póst á Slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirlitið, lögregluna, byggingafulltrúa og Hverfisráð Kjalarnes. Við upplýstum Dag. B. Eggertsson borgarstjóra nýlega um málið en hann hefur svo sem ekki haft mikinn tíma til að bregðast við svo allrar sanngirni sé gætt,“ segir Kristjana.

Yfirvöld hafa ekki brugðist við

Þrátt fyrir að hafa ekki tilskilin leyfi og brjóta fjöldann allan af reglum hafa yfirvöld ekki brugðist við með neinum hætti að sögn Kristjönu. Til marks um það kom upp eldsvoði í samkomuhúsi á jörðinni árið 2020 en þrátt fyrir að leyfi væru ekki til staðar var ekkert aðhafst. Blessunarlega sakaði engan.

„Þegar svona starfsemi fær að starfa óáreitt árum saman þá færast bara mörkin til. Fólki þarna er farið að finnast hlutir eðlilegir sem eru það bara alls ekki. Okkur stendur ekki á sama með að einhverjir tugir manns, sem við vitum engin deili á, bú þarna og séu að koma að fara og suma daga höfum við hreinlega ekki þorað að leyfa sjö ára dóttur okkar að leika sér úti þegar fólk í annarlegu ástandi er hér á ferli. Þetta er einfaldlega stórskrýtið og á allan máta óboðlegt fyrir okkur nágrannana og í raun samfélagið allt segir Kristjana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“