fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Íslenska ríkið dæmt til að greiða bætur vegna Ferðagjafar – Virtu útboðsskyldu að vettugi

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 26. apríl 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að vinna við þróun og framkvæmd Ferðagjafar stjórnvalda árið 2020 hafi verið útboðsskyld. Tveir einstaklingar, Sigurjón Ernir Kárason og Steinar Atli Skarphéðinsson, stefndu ríkinu vegna vinnu sinnar við tæknilausn og töldu að ríkið hafi virt útboðsskyldu sína að vettugi. Var niðurstaðan sú að ríkið var dæmt til að greiða hvorum um sig tæpar 3,1 milljón króna í bætur auk 400 þúsund króna málskostnaðar á mann.

Eins og áður segir snýr málið að  Ferðagjöf stjórnvalda þar sem allir Íslendingar, 18 ára og eldri með íslenska kennitölu og lögheimili á Íslandi, fengu 5.000 króna gjöf til þess að nota innanlands.

Tímapressa einkenndi ferlið

Undirbúning verkefnisins annaðist framkvæmdahópur sem samanstóð af fulltrúum Stafræns Íslands á vegum fjármála-og efnahagsráðuneytis, atvinnu-og nýsköpunarráðuneytis, Ferðamálastofu og Samtaka ferðaþjónustunnar. Stafrænu Íslandi var falið að leiða umrædda vinnu og nautvið það liðsinnis Parallel ráðgjafar, sem vann fyrir Stafrænt Ísland á grundvelli útboðs á vegum Ríkiskaupa.

Var talið að verkefnið væri ekki útboðsskylt og sökum tímapressu því fór fram könnum með fyrirspurnum og skoðun á fýsilegum lausnum auk þess sem ýmsir aðilar settu sig í samband við Stafrænt Ísland til að spyrjast fyrir og til að kynna sig og sínar hugmyndir og/eða lausnir. Þar á meðal voru það stefnendurnir, þeir Sigurjón Ernir Kárason og Steinar Atli Skarphéðinsson.

Í kjölfar athugana framkvæmdahópsins var kallað eftir tillögum fjögurra aðila, þar á meðal frá þeim Sigurjóni Erni og Steinari Atla. Á fundi í framhaldi af því fengu þeir þær upplýsingar að lausn þeirra uppfyllti öll skilyrði og þá hófst vinna þeirra  við lokaútfærslu.

Útboðsskylt samkvæmt hámarksupphæð sem átti að gefa

Að endingu tóku yfirvöld þá ákvörðun að ganga til samninga við Yay ehf. og var samningur við það félag undirritaður 15. maí 2020. Í honum kemur fram að stefndi skyldi greiða Yay ehf. 1,5% af innleystum gjafabréfum,auk þróunarkostnaðar að fjárhæð 4.000.000 króna án virðisaukaskatts. Þá skyldi stefndi,ef almenn þjónusta færi yfir 40 klukkustundir á mánuði, greiða Yaye hf. sérstaklega 20.000 krónur án virðisaukaskattsfyrir hverja klukkustund.

Í kjölfarið fóru viðskiptafélagarnir fram á að vangildisbætur því að ríkið hefði brotið lög um opinber innkaup. Samkvæmt lögunum eigi öll innkaup opinberra aðila á vörum og þjónustu yfir 15,5 milljónum króna og verkum yfir 49 milljónum króna að fara í útboð og samningurinn við Yay ehf. hafi verið yfir þeim mörkum ef miðað við þá hámarksupphæð Ferðagjafa sem ríkið ætlaði að gefa. Á þessi rök féllst Héraðsdómur og því var ríkið dæmt til að greiða tvímenningunum áðurnefndar bætur.

Hér má kynna sér dóm Héraðsdóms betur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið