fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Áfangaheimli Betra Lífs í Fannborg rýmt – „Það er verið að henda sex einstaklingum út á gaddinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. apríl 2022 14:15

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er vistmaður á áfangaheimili Betra lífs og það er núna verið að bera okkur út. Það er verið að henda okkur út með valdi og við fengum engan fyrirvara um eitt né neitt. Hann kom fyrir hálftíma með eitthvað bréf og sagði okkur að drulla okkur út,“ segir Benjamín Magnús Óskarsson, vistmaður að áfangaheimili í Fannborg 4 í Kópavogi. Benjamín sér fram á að vera á götunni í heila viku en hann hefur fengið húsnæði sem losnar ekki fyrr en 2. maí.

„Það eru skýr brot á mannréttindum að henda fólki með engum fyrirvara út á götu. Hann er bara að þvinga okkur út á eins ómannúðlegan hátt og hann getur,“ segir Benjamín ennfremur og skellir skuldinni á forstöðumann heimilisins, Arnar Gunnar Hjálmtýsson.

Arnar segir þó ekki við sig að sakast og bendir á að úrskurður hafi fallið í héraðsdómi um að húsið skyldi rýmt. „Þetta er bara dómsúrskurður. Húseigandinn er að heimta að fá húsið og ég þarf að rýma. Fólkið átti að vera farið út 15. apríl,“ segir Arnar og bendir á að Benjamín, sem hafði samband við DV vegna málsins, hafi aldrei borgað leigu þann tíma sem hann hefur búið í Fannborg.

„Ástandið er erfitt í húsnæðismálum, ég veit það, og sérstaklega fyrir þennan hóp af fólki,“ segir Arnar og upplýsir að eigandi hússins að Fannborg 4 vilji rífa það og byggja íbúðarhúsnæði á lóðinni.

Áfangaheimilið að Fannborg 4, sem nú heyrir brátt sögunni til, hefur verið eitt af þremur áfangaheimilum Betra lífs. Hins tvö eru í Efstasundi og Ármúla í Reykjavík og verða bæði áfram í reksri. Þar dvelst fólk sem hefur lokið meðferð. Að Fannborg hefur hins vegar búið fólk sem er enn í neyslu og voru 24 þegar mest lét. Að sögn Arnars eru forsendur fyrir slíkum rekstri brostnar:

„Yfirvöld hafa bannað mér að aðstoða fólk í neyslu. Til að ég megi gera það þarf ég að vera með sjúkrastofnun,“ segir Arnar sem mun áfram reka heimilin að Efstasundi og Ármúla en íbúar að Fannborg þurfa að finna sér annan dvalarstað og hafa verið að því undanfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur