fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Lögreglan réðst inn í bakarí og tók sama dreng aftur í misgripum fyrir strokufangann – „Þetta er samfélagslegt vandamál“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 21. apríl 2022 12:04

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn höfðu aftur afskipti af 16 ára  dreng með sama litarhaft og strokufanginn Gabríel Douane Boama  í morgun. Móðir drengsins greinir frá því færslu á samfélagsmiðlum en um er að ræða sama dreng og var tekinn í misgripum í strætisvagni í gær. „Þetta er ekki bara lögregluvandamál, þetta er samfélagslegt vandamál,“ segir móðir drengsins í færslunni.

Mæðginin voru stödd í bakarí á höfuðborgarsvæðinu í morgun og virðist sem svo að vegfarandi hafi hringt inn ábendingu um að strokufanginn Gabríel væri mögulega á staðnum og byggt það á því að drengurinn er dökkur á hörund eins og strokufanginn. Lögreglan kom þegar í stað á vettvang og „tók“ drenginn eins og móðirin lýsir í færslunni.

Lögreglan var harðlega gagnrýnd í gær eftir að samskonar atvik átti sér stað í strætisvagni þar sem sami drengur var farþegi. Ábending barst til lögreglu um að strokufanginn væri í vagninum og var strætisvagninn stöðvaður af vopnuðum sérsveitarmönnum sem komu síðan inn í vagninn til að freista þess að hafa hendur í hári strokufangans.

Fordómar eigi ekki rétt á sér

Að endingu sendi lögreglan frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Lögregla leitar nú ungs manns sem tilheyrir minnihlutahópi á Íslandi, en hann strauk frá lögreglu og er talinn hættulegur. Í dag var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til aðstoðar við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þar sem ábending hafði borist um að sá eftirlýsti væri í strætisvagni í Reykjavík. För vagnsins var stöðvuð en þegar sérsveitarmenn fóru inn í vagninn þá sáu þeir strax að ekki var um að ræða einstaklinginn sem var verið að leita að og yfirgáfu þeir því vagninn.“

Segir í yfirlýsingu að móðir drengsins hafi haft samband við ríkislögreglustjóra og úr því samtali hafi komið fram mikilvægar áherslur sem ríkislögreglustjóri ætli að bregðast við.

„Móðir drengsins hafði samband við ríkislögreglustjóra í kjölfarið og lýsti áhyggjum af þeirri stöðu sem komin væri upp, þar sem ungmenni í minnihlutahópi óttist að vera tekin í misgripum vegna útlits. Í samtalinu komu fram mikilvægar áherslur sem ríkislögreglustjóri ætlar að bregðast við, þ.m.t. samtal við samfélagið um fordóma.“

Þá kom fram að Ríkislögreglustjóra þætti leitt að ungi drengurinn hafi orðið hluti af aðgerðum lögreglu án þess að hafa unnið sér neitt til saka. Hvatti ríkislögreglustjóri til varkárni í samskiptum um málið sem og önnur mál sem tengist minnihlutahópum. Fordómar eigi aldrei rétt á sér.

„Ríkislögreglustjóra þykir leitt að drengurinn hafi í dag orðið hluti af þessum aðgerðum lögreglu en ábending barst um að hann væri sá sem var lýst eftir, sjálfur hafði drengurinn ekkert unnið sér til sakar.Þá hvetur embættið til varkárni í samskiptum um þetta mál og önnur mál sem tengjast minnihlutahópum. Fordómar eiga aldrei rétt á sér. Leit að hættulegu fólki má ekki verða til þess að minnihlutahópar í okkar samfélagi upplifi óöryggi eða ótta við að samferðafólk þeirra tilkynni það til lögreglu án tilefnis.Fordómafullar athugasemdir verða áfram fjarlægðar af miðlum lögreglunnar um málið og lokað verður fyrir frekari athugasemdir. Ábendingum sem tengjast málinu skulu eftir sem áður berast Lögreglunni í síma 112.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Í gær

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán