fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Óhugnaður við Eyjabakka – Stakk hálfbróður sinn í bakið – Núna er hann aftur ákærður fyrir hnífstungu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fimmtugssaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað þann 6. ágúst árið 2019, á bifreiðastæði í Eyjabakka í Breiðholtinu.

Er hann sagður hafa skorið mann í efri hluta hægri handleggs, með þeim afleiðingum að þolandinn hlaut djúpan, 10-15 cm langan skurð þar sem þríhöfði fór í sundur og lá skurður djúpt undir vöðva.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. apríl.

Maðurinn á langan sakaferil að baki og á þeim lista er önnur hnífstunguárás. Árið 2009 var hann sakfelldur fyrir að hafa stungið hálfbróður sinn með hnífi í bakið og öxlina. Árásin átti sér stað á almannafæri, við Hlemmtorg, og komu vegfarendur þolandanum þá til hjálpar en árásarmaðurinn stökk á flótta. Hann var síðan handtekinn niðri á Vatnsstíg um klukkutíma eftir árásina.

Fékk hann fimm ára fangelsi fyrir þessa alvarlegu árás en bróðir hans þurfti að dveljast á spítala eftir árásina sem hann þó lifði af. Dóminn um þetta mál má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Í gær

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“