Sunna Karen hefur mikla reynslu í fjölmiðlum. Hún byrjaði feril sinn á Vísi en gerðist svo ritstjóri á vef Fréttablaðsins þar til hún færði sig aftur yfir á Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Auk hefðbundinna frétta hefur Sunna stýrt verðlaunasjónvarpsþáttaseríunum Ummerki, röð heimildarþátta um íslensk glæpamál og Ofsóknum, heimildarþætti sem fjalla um einstaklinga sem orðið hafa fyrir ofsóknum hérlendis.
Þá hlaut Sunna á dögunum Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir umfjöllun ársins en hún fjallaði um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.