Sunna Karen hefur mikla reynslu í fjölmiðlum. Hún byrjaði feril sinn á Vísi en gerðist svo ritstjóri á vef Fréttablaðsins þar til hún færði sig aftur yfir á Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Auk hefðbundinna frétta hefur Sunna stýrt verð­launa­sjón­varps­þátta­seríunum Um­merki, röð heimildar­þátta um ís­lensk glæpa­mál og Of­sóknum, heimildar­þætti sem fjalla um ein­stak­linga sem orðið hafa fyrir of­sóknum hér­lendis.

Þá hlaut Sunna á dögunum Blaða­manna­verð­laun Ís­lands fyrir um­fjöllun ársins en hún fjallaði um til­efnis­lausar lífs­loka­með­ferðir af hálfu læknis á Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja.