fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Þrír handteknir vegna rannsóknar á Innheimtustofnun sveitarfélaga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. apríl 2022 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglurannsókn á málefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga virðist umfangsmikil. Meint misferli fyrrverandi forstjóra stofnunarinnar, Jón Ingvars Pálssonar, og fyrrverandi forstöðumanns útibús stofnunarinnar á Ísafirði, Braga Rúnars Axelssonar, snýst um að þeir hafi úthýst innheimtuverkefnum Innheimtustofnunar til einkafyrirtækis Braga, lögmannastofunnar Offico á Ísafirði. Hagnaður Braga af þessum æfingum er augljós en ekki er í fljótu bragði hægt að sjá hvað forstjórinn, Jón Ingvar Pálsson, græddi á þessum vinnubrögðum.

Rannsókn Ríkisendurskoðunar á vinnubrögðum stofnunarinnar leiddi til þess að Jón og Bragi voru báðir sendir í leyfi í desember síðastliðnum. Í kjölfar þeirrar rannsóknar varð lögreglurannsókn. Jón og Bragi voru síðan reknir úr störfum sínum.

Greint var frá því í fjölmiðlum fyrir helgi að Bragi hefði verið handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Nú liggur fyrir að fleiri voru handteknir. Ólafur Hauksson, héraðssaksóknari, hefur staðfest ábendingar sem DV hefur fengið, þess efnis að Jón Ingvar Pálsson hafi einnig verið handtekinn.

Ennfremur staðfesti saksóknari að fyrrverandi forritari og kerfisfræðingur hjá stofnuninni hafi einnig verið handtekinn vegna rannsóknar málsins. Er því ljóst að að minnsta kostir þrír fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar, sem hefur það hlutverk að innheimta meðlagsgreiðslur, eru grunaðir um lögbrot og misferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt