fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Þrír handteknir vegna rannsóknar á Innheimtustofnun sveitarfélaga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. apríl 2022 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglurannsókn á málefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga virðist umfangsmikil. Meint misferli fyrrverandi forstjóra stofnunarinnar, Jón Ingvars Pálssonar, og fyrrverandi forstöðumanns útibús stofnunarinnar á Ísafirði, Braga Rúnars Axelssonar, snýst um að þeir hafi úthýst innheimtuverkefnum Innheimtustofnunar til einkafyrirtækis Braga, lögmannastofunnar Offico á Ísafirði. Hagnaður Braga af þessum æfingum er augljós en ekki er í fljótu bragði hægt að sjá hvað forstjórinn, Jón Ingvar Pálsson, græddi á þessum vinnubrögðum.

Rannsókn Ríkisendurskoðunar á vinnubrögðum stofnunarinnar leiddi til þess að Jón og Bragi voru báðir sendir í leyfi í desember síðastliðnum. Í kjölfar þeirrar rannsóknar varð lögreglurannsókn. Jón og Bragi voru síðan reknir úr störfum sínum.

Greint var frá því í fjölmiðlum fyrir helgi að Bragi hefði verið handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Nú liggur fyrir að fleiri voru handteknir. Ólafur Hauksson, héraðssaksóknari, hefur staðfest ábendingar sem DV hefur fengið, þess efnis að Jón Ingvar Pálsson hafi einnig verið handtekinn.

Ennfremur staðfesti saksóknari að fyrrverandi forritari og kerfisfræðingur hjá stofnuninni hafi einnig verið handtekinn vegna rannsóknar málsins. Er því ljóst að að minnsta kostir þrír fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar, sem hefur það hlutverk að innheimta meðlagsgreiðslur, eru grunaðir um lögbrot og misferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi