fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Oddviti sat fund um umferðaöryggi – Sólarhring síðar lenti hann í hörðum árekstri – „Við erum enn í sjokki“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 11. apríl 2022 10:24

Ólafur Már Jónsson, oddviti Miðflokksins, lenti í hörðum árekstri í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, lenti í hörðum árekstri á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklabrautar í gær. Hann var á leiðinni í fermingarveislu ásamt eiginkonu sinni þegar slysið varð en það gerðist með þeim hætti að Ómar Már hægði á sér þegar að umferðin stöðvaðist vegna umferðarljósa en þá kom ökumaður aðvífandi og klessti á fullum krafti aftan á bíl oddvitans.

„Við erum enn í sjokki og eitthvað lemstruð eftir slysið. Afleiðingin af þessu var þriggja bíla árekstur og bíll þess sem keyrði aftan á okkur var mjög illa farinn,“ segir Ómar Már í samtali við DV. Hann segir að blessunarlega hafi þó ekki orðið alvarlegt slys. „Hugur okkar er hjá ungu konunni sem olli árekstrinum sem var í miklu áfalli eftir, með von um að hún jafni sig fljótt. Við vorum öll heppin í þetta skipti.“

Sat fund um umferðaröryggi sólarhring fyrir slysið

Eins og áður segir er Ómar Már í framboði í borginni og því að mörgu að huga. Að hans mati verða umferðarmál veigamikið atriði fyrir komandi kosningar og þessvegna fékk Miðflokkurinn Ólaf Guðmundsson, eeinn helsta talsmann öryggismála í umferðinni til að halda kynningu um hvar helstu heimatilbúnu hætturnar liggja í umferðinni í höfuðborginni.

Fundurinn var haldinn á laugardaginn og þar benti umferðarsérfræðingurinn sérstaklega á gatnamótin Kringlumýrabraut/Miklubraut sem sérstaka hættu. Sólarhring síðar lenti oddvitinn  svo í árekstri á nákvæmlega þessum stað.

„Þetta er ótrúleg tilviljun en á fundinum sagði Ólafur einmitt að það væri bara spurning um hver myndi lenda næst í slysi. Hann sagði orðrétt: ,,Verður það ég, þú Ómar eða börnin okkar”,“ segir Ómar Már. Það reyndist svo vera oddvitinn sjálfur.

Þarf átak varðandi umferðaröryggi

Ómar Már segir að ábyrgðin á árekstrinum liggi hjá Reykjavíkurborg sem að fari með skipulagsvaldið og hafi ekkert aðhafst til þess að auka umferðaröryggi í Reykjavík. „Í fyrra voru um 200 manns sem að slösuðust eða létust í umferðinni á ári þar sem að engir ferðamenn voru á landinu vegna Covid-19. Ég hef reynslu af samtakamætti þjóðfélagsins þegar stór áföll eiga sér stað enda upplifði ég hvernig var brugðist við þegar snjóflóðið á Súðavík féll. Umferðarslysin eru að valda sorg og hörmungum hjá fjölmörgum fjölskyldum á hverju ári þó að það gerist hægar. Ég held að það væri þörf á sama samtakamætti til bæta umferðaröryggi,“ segir Ómar Már.

Hann bendir einnig á hvernig Íslendingum tókst að draga verulega úr slysum á sjó og líka í flugi með sameinuðu átaki, en sama hugarfar þurfi varðandi umferðaröryggi.

Hann segir ráðamenn umferðarmála vera allt of værukæra í að fyrirbyggja slys. „Þetta eru gatnamótin sem borgarstjórn hefur ekki tekist að tryggja umferðaöryggi á og á sínum tíma hafnaði því að setja þar mislæg gagnamót, byggt á forsendum umhverfissjónarmiða og arðsemismatsútreikninga. Ég myndi vilja að líf og heilsa fólks fengi stærri sess í því mati,“ segir Ómar Már.

Frá vettvangi
Bíllinn sem keyrði aftan á bíl Ómars Má var illa farinn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt