fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Starfsfólk fæðingardeildar bregst við umræðunni – „Hver ein og einasta frásögn hittir okkur í hjartastað“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 1. apríl 2022 16:42

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítala hefur sent frá sér tilkynningu vegna þeirrar umræðu sem hefur átt sér undanfarna daga um reynslu kvenna sem upplifðu að ekki væri á þær hlustað er þær gengu með og fæddu börn sín, stundum með hörmulegum afleiðingum.

Sjá einnig: Rannveig opnar sig um erfiðar fæðingar – Dónaleg ljósmóðir, garnalömun og tólf tíma blóðgjöf

Upphaf umræðunnar má rekja til nýjasta þáttar Kveiks þar sem rætt var við Bergþóru Birnudóttur sem örkumlaðist við fæðingu barns síns, sem var eitt stærsta barn sem hefur fæðst hér á landi. Hún undirbýr nú stefnu á hendur ríkinu vegna meintra læknamistaka.

Í kjölfar þess að Bergþóra steig fram hafa margar konur gert slíkt hið sama og greint frá erfiðri fæðingarreynslum. Ein þeirra er Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem steig fram í Kastljósi og greindi frá því að hún hafi óttast um líf nýfædds sonar síns í kjölfar fæðingar og að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar.

Starfsfólk fæðingarþjónustunnar segir í yfirlýsingu umræðuna ekki hafa farið framhjá þeim og hafi hver einasta frásögn hitt þau í hjartastað. Vill það koma þeim skilaboðum áleiðis að það heyri í konum og fjölskyldum þeirra.

„Við ætlum að læra af þeim frásögnum sem deilt hefur verið undanfarna daga, við höfum nú þegar hafið þá vinnu og markmið okkar er að þjónustan muni endurspegla það.“

Yfirlýsingin í heild sinni: 

Við, starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítala, höfum ekki farið varhluta af þeirri þungu umræðu sem undanfarna daga hefur birst á samfélagsmiðlum. Hver ein og einasta frásögn hittir okkur í hjartastað og við viljum að konur og fjölskyldur þeirra viti að við sjáum og heyrum frásagnir ykkar. Við leggjum okkur fram um að veita verðandi foreldrum vandaða og faglega þjónustu og hluti af því er að hlusta og trúa.

Umræðan sem nú á sér stað er okkur öllum nauðsynleg. Það er mikilvægt að verðandi foreldrar upplifi ekki óöryggi. Við viljum að þau viti að hægt sé að treysta því að þau séu í öruggum höndum.

Reynsla og menntun starfsfólks fæðingarþjónustu Landspítala er með því besta sem gerist í faginu. Nánast öll samanburðartölfræði sem til er sýnir að gæði og öryggi þjónustunnar sem við veitum er með því allra besta í heiminum. Því forskoti ætlum við að halda.

Við ætlum að læra af þeim frásögnum sem deilt hefur verið undanfarna daga, við höfum nú þegar hafið þá vinnu og markmið okkar er að þjónustan muni endurspegla það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð