fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Sérfræðingur segir þetta vera lokamarkmið Pútíns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. apríl 2022 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafi breytt um taktík í stríðinu í Úkraínu og nú sé markmiðið orðið annað en í upphafi innrásarinnar.

Þetta sagði Flemming Splidsboel, sérfræðings hjá DIIS, í samtali við Ekstra Bladet. Hann sagði að nú beini Rússar sjónum sínum í auknum mæli að austurhluta Úkraínu og hinu umdeilda Donbass. Nú sé markmið Pútíns ekki lengur að herja á alla Úkraínu og ekki endilega að sigra í stríðinu. Nú snúist þetta um að halda völdum heima fyrir.

„Þetta er mjög kaldlynd og hugmyndarík stjórn sem er reiðubúin til að ganga mjög langt til að lifa af. Endanlegt markmið Pútíns núna er að stjórn hans lifi af,“ sagði Splidsboel.

Hann sagði að kostnaðurinn á fyrstu vikum stríðsins hafi einfaldlega verið of mikill fyrir Pútín og stjórn hans.

Bandarískar leyniþjónustuupplýsingar benda til að Rússar séu nú að endurskipuleggja her sinn í Úkraínu eftir slæmt gengi fram að þessu. Það sýnir einnig breytta taktík hjá Pútín og hann breytir einnig röksemdafærslu sinni fyrir stríðsrekstrinum að sögn Spidsboel. „Upphaflega var stríðið byggt á hugmyndafræði. Skotmarkið voru nýnasistar og ætlunin var að halda fast í drauminn um gömlu Sovétríkin. En stríðið þarf einnig að vera vinsælt til að stjórnin geti haldið völdum. Vegna þess hvernig stríðið hefur þróast er ný staða komin upp. Pútín og stjórn hans munu gera mikið af því að segja að markmiðin hafi náðst,“ sagði Splidsboel.

Refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússlandi eru farnar að bíta og Rússar finna vel fyrir þeim. Stríðsreksturinn hefur ekki gengið eins og skyldi og telja sumir að þróun mála síðustu daga sé upphafið á endi „stóra stríðsins“ í Úkraínu. Sumir sérfræðingar telja þó hugsanlegt að Rússar séu bara í smá „pásu“.

Splidsboel sagðist telja að nýtt markmið Pútíns í Úkraínu sé að hertaka Donbass í heild sinni, ekki bara Donetsk og Lugansk. Hann vilji síðan að Krím verði viðurkennt sem rússneskt landsvæði og að Úkraína verði hlutlaust ríki. Það geti þó reynst mjög erfitt fyrir Úkraínu að fallast á þessar kröfur og því geti stríðið haldið áfram um langa hríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings