Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, stökk til og hýsir nú tvo flóttamenn frá Úkraínu sem eru stödd hér á landi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu hjá vini hans, Atla Sigurðssyni, sem hafði verið í vandræðum með að hýsa flóttamennina.
„Ég var í vandræðum með að hýsa þau sjálfur og hringdi því í vin minn og fyrrverandi mág, gamla björgunarsveitamanninn Jón Gunnarsson til að leita ráða varðandi húsnæði“. Greinir Atli frá því að ráðherrann hafi brugðist við með því að segja: „Kemur hún ekki bara til okkar til að byrja með.“