fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Lóa Björk ráðin til RÚV – Nýr meðstjórnandi Lestarinnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. mars 2022 16:55

Lóa Björk Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lóa Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í dagskrárgerð og menningarumfjöllun á Rás 1. Hún mun stýra Lestinni með Krisjáni Guðjónssyni.

Lóa Björk hefur unnið við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp á Útvarpi 101 þar sem hún hélt úti daglegum útvarpsþáttum, fyrst morgunþætti og seinna síðdegisþætti. Frá 2019 hefur hún stýrt vikulegum hlaðvarpsþætti, Athyglisbresti á lokastigi, ásamt Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur. Frá útskrift af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands hefur Lóa Björk verið með reglulegt uppistand, sýnt verk á sviðslistahátíðum og haldið vinnustofur fyrir börn og fullorðna. Sjónvarpsþættir sem Lóa Björk hefur unnið að eru raunveruleikaþátturinn Æði, spjallþátturinn Tala saman og óútkominn heimildarþáttur um internetið og það fjölbreytta mannlíf sem þrífst þar. Þátturinn er væntanlegur á Stöð 2 í lok mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað