fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Kristjón Kormákur viðurkennir innbrot á skrifstofu Mannlífs

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. mars 2022 22:31

Kristjón Kormákur Guðjónsson og Reynir Traustason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri vefmiðilsins 24.is, hefur viðurkennt að hafa brotist inn á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs þann 20. janúar síðastliðinn. Játning Kristjóns Kormáks kemur fram í hlaðvarpi sem birtist á vefsíðu Mannlífs í kvöld. 

Sex vikur eru liðnar frá innbrotinu sem þar til á sunnudaginn síðasta hafði ekki verið upplýst. Þá hafði Kristjón Kormákur samband við Reyni Traustson, ritstjóra og eiganda Mannlífs, og baðst fyrirgefningar og játaði verknaðinn – að hafa brotist inn í bifreið ritstjóra Mannlífs og í framhaldinu inn á ritstjórnarskrifstofur blaðsins þaðan sem hann tók tvær tölvur og eyddi í framhaldinu öllum fréttum og ritstjórnarefni út af vefnum.

Róbert fjármagnaði miðil Kristjóns

Kristjón Kormákur segir í viðtali frá því að auðmaðurinn Róbert Wessman hafi greitt um 3,7 milljónir króna með vefnum á mánuði og honum fannst sem þeir væru vinir.

Kristjón Kormákur segir í viðtalinu að hann hafi ætlað að láta draum sinn rætast að stofna fjölmiðil, 24.is. Allt hafi gengið í sögu til að byrja með og hann segist hafi kynnst Róberti Wessmann nánar í tengslum við verkefni sem að hann vann fyrir Wikileaks.

Að sögn Kristjóns Kormáks fóru þeir að ræða stofnun miðilsins og að endingu fór hann í heimsókn til auðmannsins í London á skrifstofu Alvotech. Þar kvaðst Róbert vera til í að koma með fjármagn inn í miðilinn – rúmlega 40 milljónir króna – sem greiddar voru út mánaðarlega, um 3,7 milljónir króna.

Í staðinn hafi hann veitt Róberti ráðgjöf og þau verkefni hafi farið stigvaxandi. Hann hafi átt að fá greitt í staðinn fyrir að leysa ýmis verkefni. „Ég var farinn að líta á hann sem vin minn,“ segir Kristjón Kormákur.

Hann segist ekki hafa verið á góðum stað varðandi neyslu á áfengi og að endingu hafi hann ekki getað skilað því sem Róbert krafðist og þar með bárust ekki greiðslurnar.

Átti ekki fyrir launum

„Allt í einu er ég staddur á þeim stað að mig vantar tvo mánuði,“ segir Kristjón Kormákur. Hann hafi þá verið komin í vandræði enda með fólk í vinnu á miðlinum sem að greiða þurfti laun til. Fullyrðir Kristjón Kormákur að hann hafi aðeins fengið einn mánuð en þurft að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að fá hinn mánuðinn.

„Síðan vindur þetta upp á sig,“ segir Kristjón Kormákur og segist hafa verið orðinn mjög örvæntingafullur.

Reynir Traustason og Mannlíf hafa átt í miklu stríði við Róbert Wessmann en auðkýfingurinn hefur þrisvar sinnum kært Reyni og miðilinn til siðanefndar. Þá hafi Reynir skrifað Orðróma um Kristjón Kormák sem hann var ósáttur við.

Í ljósi þess að kærleikar voru litlir milli þessara aðila hafi Kristjón Kormákur ákveðið að brjótast inn á skrifstofuna til þess að skemma fyrir Reyni og miðlinum og mögulega komist yfir gögn sem gætu hjálpað í baráttunni sem hann taldi að stæði yfir. Hann tekur þó skýrt fram að Róbert hafi ekki farið fram á innbrotið.

Hann segist sjálfur ætla að leita til lögreglunnar vegna málsins og gefa skýrslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir