fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Hafa áhyggjur af stóru rússnesku herflutningalestinni – Vita ekki hvar hún er

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 07:41

Herflutningalestin er um 64 km á lengd. Mynd:Maxar/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við höfum skýrt frá síðustu daga þá er um 65 km löng rússnesk herflutningalest nærri Kyiv í Úkraínu. Eða það var hún í vikunni. Nú er ekki vitað hvar hún er og veldur það sumum miklum áhyggjum.

Þar sem ekki er vitað hvar hún er núna liggur ekki fyrir hvaða ógn stafar af henni. Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um lestina. Sumir telja að hún sé stopp á sama stað og áður en aðrir telja að þeir 15.000 hermenn sem eru í henni hafi snúið aftur til búða sinna til að sækja vistir en fréttir hafa borist af því í vikunni að birgðaflutningar til lestarinnar væru ótraustir og skortur væri á eldsneyti og mat.

The Guardian segir að það vanti upplýsingar um staðsetningu lestarinnar núna og það sé vegna þess að ský liggi yfir Úkraínu og komi þar með í veg fyrir að hægt sé að taka gervihnattarmyndir. Af þeim sökum hefur Maxar Technologies, sem hefur tekið myndir af lestinni, ekki getað tekið myndir síðustu klukkustundirnar.

Síðast er vitað að lestin var um 30 km norðvestan við Kyiv. Í henni eru meðal annars skriðdrekar, flutningabílar og mikið af vopnum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum