fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Mikið áfall fyrir Rússa – Úkraínska leyniþjónustan birti upplýsingar um 620 njósnara

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. mars 2022 07:00

Sergey Beseda er yfirmaður FSB. Mynd:FSB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska leyniþjónustan FSB, sem tók við af sovésku leyniþjónustunni KGB, hefur lengi verið orðlögð fyrir þá miklu leynd sem hvílir yfir starfsemi hennar og þann mikla fjölda „nafnlausra“ njósnara sem starfa á hennar vegum. En að undanförnu hafa ákveðin merki verið á lofti um að ekki sé allt eins og skyldi innan FSB. Um miðjan mánuðinn voru tveir háttsettir yfirmenn handteknir og settir í stofufangelsi. Á mánudaginn varð FSB fyrir öðru áfalli þegar úkraínska leyniþjónustan birti lista yfir 620 starfsmenn FSB.

Listinn var birtur á heimasíðu úkraínska varnarmálaráðuneytisins. Á honum eru upplýsingar um nöfn, fæðingardag og fæðingarstað, númer vegabréfa, „skráð“ heimilisföng og enn nákvæmari upplýsingar eru birtar um suma. Allt á fólkið það sameiginlegt að starfa í höfuðstöðvum FSB  í Moskvu.

Samkvæmt því sem úkraínska leyniþjónustan segir þá eru nöfn leyniþjónustumanna á listanum sem „taka þátt í glæpsamlegu athæfi“ víða í Evrópu.

Á listanum eru einnig bílnúmer og athugasemdir við nöfn margra, til dæmis um fjárhagsleg málefni þeirra. The Telegraph segir að í athugasemdum við útsendara númer 210 á listanum komi Skypenafn hans fram en það inniheldur textann „jamesbond007“ og „DB9“ en það vísar að sögn til Aston Martin bíla sem hafa verið í mörgum James Bond myndum. Hjá öðrum hefur verið skrifað „foreldrar mínir störfuðu hjá KGB“.

Ekki er vitað hvar Úkraínumennirnir náðu í þessar upplýsingar en vitað er að þeir stofnuðu sérstakan tölvuher fljótlega eftir innrás Rússa og einnig hafa hin alþjóðlegu Anonymous, sem eru samtök tölvuþrjóta á heimsvísu, lýst yfir „stríði“ á hendur Rússlandi. Oleksej Danilov, formaður úkraínska varnar- og öryggisráðsins, sagði einnig í samtali við úkraínska sjónvarpsstöð að Úkraína fái aðstoð frá „ósáttum“ starfsmönnum FSB til að koma í veg fyrir morðtilraunir við Volodymyr Zelenskyy forseta. Washington Post skýrir frá þessu.

Business Insider segir að í síðustu viku hafi Rússar hafið leit að „vestrænum njósnurum“ innan FSB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings